Harald Krabbe
Harald Krabbe (1831 – 1917) var danskur læknir og dýrafræðingur. Hann er þekktur fyrir rannsóknir sínar á sníkjudýrum og þá sérstaklega fyrir rannsóknir á sullaveiki.
Krabbe lauk læknaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1855 og doktorsprófi 1857 og fjallaði ritgerð hans um læknisfræðilegt efni. Námsdvöl í Þýskalandi 1856–1858.
Hann réðst síðan til starfa við dýralækna- og landbúnaðarháskólann á Frederiksbergi. Árið 1863 sendi danska stjórnin hann til Íslands til að rannsaka útbreiðslu á sullaveiki. Honum tókst að greina hvernig smit berst á milli hunda og annarra spendýra, og lýsa faraldursfræði sjúkdómsins og varð hann heimsþekktur fyrir þessar rannsóknir.
Hann varð kennari í líffærafræði 1880 og prófessor í sömu grein 1892 og prófessor í lífeðlisfræði 1893. Fór á eftirlaun 1902. Hann var félagsmaður í Konunglega danska vísindafélaginu.
Kona Haralds (g. 21. júlí 1871) var Kristín Jónsdóttir Krabbe (1841–1910), dóttir Jóns Guðmundssonar alþingismanns og ritstjóra. Synir þeirra voru:
- Oluf H. Krabbe (1872–1951), prófessor í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla og dómari við Eystri-Landsrétt.
- Jón Krabbe (1874–1964), skrifstofustjóri í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn 1920–1953.
- Thorvald Krabbe (1876–1953), landsverkfræðingur á Íslandi 1906–1937.
- Knud H. Krabbe (1885–1961), læknir, doktor í taugasjúkdómum 1915. Stofnaði tímaritið Acta psychiatrica et neurologica Scandinavica, 1926.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Harald Krabbe: Dagbog fra Island. Ferðasaga (1863, 1870, 1871). Kbh. 2000, 112 s.
- Harald Krabbe (í Systematic parasitology, með mynd.)
- Barátta við Sullaveiki – Ritdómur um Dagbog fra Island – (Ágúst H. Bjarnason).
- Harald Krabbe: Athugasemdir handa Íslendingum um sullaveikina og varnir móti henni, Kaupmannahöfn 1864.