Aðgerð Íkarus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aðgerð Íkarus (þýska: Unternehmen Ikarus eða Fall Ikarus) var áætlun Þjóðverja um að gera innrás í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni eftir að Bretar höfðu hernumið landið árið 1940. Áætluninni var aldrei hrint í framkvæmd.[1]

Bretar höfðu hernumið Ísland til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gerðu það fyrst. Þjóðverjar framkvæmdu aldrei innrásaráætlun sína vegna frestunar Sæljónsaðgerðarinnar (Unternehmen Seelöwe). Auk þess töldu þeir að þótt mögulegt væri að gera innrás í Ísland væri ekki raunhæfur möguleiki á að halda uppi vörnum og birgðalínum.[2]

Áætlun Þjóðverja[breyta | breyta frumkóða]

Í innrásaráætlun Þjóðverja kann að hafa verið gert ráð fyrir notkun þýsku farþegaskipanna SS Europa og SS Bremen. Einnig hafði verið tekið til greina að nota þessi skip í Sæljónsaðgerðinni, annarri áætlaðri innrás Þjóðverja sem aldrei var framkvæmd.[2]

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Þór Whitehead (3. október 1971). „Á vaxvængjum Íkarusar: Ísland, nasistar og Atlantshaf“. Lesbók Morgunblaðsins. bls. 1; 7.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Herz, Norman (2004). Operation Alacrity : The Azores and the War in the Atlantic (1. print.. útgáfa). Annapolis, Md.: Naval Institute Press. bls. 27. ISBN 1591143640.
  2. 2,0 2,1 Skúli Sæland (30. júní 2005). „Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. febrúar 2024.