Fara í innihald

Stafýlókokkar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staphylococcus
Rafeindasmásjármynd af tveimur Staphylococcus epidermidis frumum.
Rafeindasmásjármynd af tveimur Staphylococcus epidermidis frumum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Firmicutes
Flokkur: Bacilli
Ættbálkur: Bacillales
Ætt: Staphylococcaceae
Ættkvísl: Staphylococcus
Rosenbach 1884
Tegundir[3]

S. arlettae Schleifer et al. 1985
S. aureus Rosenbach 1884[1]
S. auricularis Kloos og Schleifer 1983
S. capitis Kloos og Schleifer 1975
S. caprae Devriese et al. 1983
S. carnosus Schleifer og Fischer 1982
S. caseolyticus (Evans 1916) Schleifer et al. 1982
S. chromogenes (Devriese et al. 1978) Hájek et al. 1987
S. cohnii Schleifer og Kloos 1975
S. condimenti Probst et al. 1998
S. delphini Varaldo et al. 1988
S. epidermidis (Winslow og Winslow 1908) Evans 1916
S. equorum Schleifer et al. 1985
S. felis Igimi et al. 1989
S. fleurettii Vernozy-Rozand et al. 2000
S. gallinarum Devriese et al. 1983
S. haemolyticus Schleifer og Kloos 1975
S. hominis Kloos og Schleifer 1975
S. hyicus (Sompolinsky 1953) Devriese et al. 1978
S. intermedius Hájek 1976
S. kloosii Schleifer et al. 1985
S. lentus (Kloos et al. 1976) Schleifer et al. 1983
S. lugdunensis Freney et al. 1988
S. lutrae Foster et al. 1997
S. muscae Hájek et al. 1992
S. nepalensis Spergser et al. 2003
S. pasteuri Chesneau et al. 1993
S. pettenkoferi Trülzsch et al. 2007
S. piscifermentans Tanasupawat et al. 1992[2]
S. pseudintermedius Devriese et al. 2005
S. pulvereri Zakrzewska-Czerwińska et al. 1995
S. saccharolyticus (Foubert og Douglas 1948) Kilpper-Bälz og Schleifer 1984
S. saprophyticus (Fairbrother 1940) Shaw et al. 1951
S. schleiferi Freney et al. 1988
S. sciuri Kloos et al. 1976
S. simiae Pantucek et al. 2005
S. simulans Kloos og Schleifer 1975
S. succinus Lambert et al. 1998
S. vitulinus Webster et al. 1994
S. warneri Kloos og Schleifer 1975
S. xylosus Schleifer og Kloos 1975

Stafýlókokkar (eða haugkúluklasar; fræðiheiti: Staphylococcus) er ættkvísl Gram-jákvæðra baktería (gerla) sem allar eru af formgerð kokka (kúlugerla).

Flokkunarfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Ættkvíslinni Staphylococcus var áður skipað í ættina Micrococcaceae[4] en hefur nú verið skipað í ættina Staphylococcaceae innan fylkingarinnar Firmicutes [5] en míkrókokkarnir teljast býsna fjarskyldir (eru í fylkingunni Actinobacteria). Það var Sir Alexander Ogston, skoskur læknir og prófessor við Háskólann í Aberdeen, sem fyrstur lýsti tegundinni sem í dag kallast Staphylococcus aureus og sýndi fram á að hún getur valdið sýkingum í mönnum árið 1880 [6]. Hann fann jafnframt upp nafnið Staphylococcus og er það samsett úr grísku orðunum σταφυλή (staphylē), sem þýðir „þrúgnaklasi“, og κόκκος (kókkos), sem þýðir „korn“. Þrátt fyrir þetta er hið opinbera nafn ættkvíslarinnar Staphylococcus Rosenbach 1884, eftir Friedrich Rosenbach, en hann var fyrstur til að rækta stafýlókokka í hreinrækt. [1] Þekktum Staphylococcus tegundum hefur fjölgað mjög á umliðnum árum og teljast nú 41.[3]

Helstu einkennisþættir

[breyta | breyta frumkóða]

Stafýlókokkar mynda kúlulaga frumur, um 0,5 til 1,5 µmþvermáli sem koma ýmist fyrir stakar, í pörum eða óreglulegum klösum (haugkúluklösum).[4] Flestar tegundir eru valfrjálst loftfælnar og ófrumbjarga (þurfa lífræn efni til vaxtar og viðhalds). Einstaka tegundir eru nauðháð loftfælnar. Flestar tegundir eru katalasa-jákvæðar. Cýtókróm eru venjulega til staðar, en þó gefa flestar tegundir neikvæða svörun við stöðluðu oxidasaprófi. Flestar tegundir eru saltþolnar[4] en þarfnast þó ekki aukalegs salts í ræktunarætinu (eru ekki saltkærar)[7][8]. Saltþolnustu stafýlókokkarnir geta vaxið við saltstyrk allt að 4,5 M[9][10]. Kjörhitastig til vaxtar er hjá flestum tegundum á bilinu 30 – 37 °C, en þær geta þó vaxið við hitastig allt frá 4 °C til 48 °C, og við sýrustig frá pH 4,0 að 9,8.[11] Raunar er þolni gegn umhverfisbreytum mjög háð öðrum ræktunaraðstæðum. Til dæmis ræðst hitaþolni S. aureus mjög af saltstyrk ræktunarætisins[12]. Þó stafýlókokkar myndi ekki dvalargró, þá eru þeir mjög þolnir gegn ýmsum umhverfisöfgum, svo sem afar háum saltstyrk, miklum þurrki, mikilli geislun, háum þrýstingi, o.fl. [13]. Unnt er að rjúfa frumur stafýlókokka með lýsóstafíni, en ekki með lýsósími.

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Stafýlókokkar eru algengar gistilífverur á húð og í nefholi blóðheitra hryggdýra og eru sumar þeirra sýklar eða tækifærissýklar, en aðrar álitnar náttúrlegur hluti af sambýlisbíótu manna og dýra.[14] Sumar tegundir finnast gjarnan í mikið verkuðum matvælum, svo sem pylsum[15], gerjuðum fiskisósum[2] og saltfiski[9] [10] og eru tegundir á borð við S. xylosus og S. saprophyticus notaðar sem startkúltúrar í gerjun sumra kjötafurða.[15] Sumar tegundir, einkum S. aureus framleiða úteitur og geta þannig valdið matareitrunum.[11]

  1. 1,0 1,1 Rosenbach, F. J. (1884). Mikroorganismen bei den Wundinfektionskrankheiten des Menschen. J. F. Bergmann´s Verlag, Wiesbaden.
  2. 2,0 2,1 Tanasupawat, S., Y. Hashimoto, T. Ezaki, M. Kozaki, og K. Komagata. „Staphylococcus piscifermentans sp. nov., from fermented fish in Thailand“. International Journal of Systematic Bacteriology. 42 () (1992): 577–581.
  3. 3,0 3,1 Euzéby, J. P. „List of Prokaryotic Names with Standing in Nomenclature“. Sótt 16. desember 2008.
  4. 4,0 4,1 4,2 Kloos, W. E. og K. –H. Schleifer. „Genus IV. Staphylococcus.“. Bergey's Manual of Determinative Bacteriology (ritstj.: P. H. A. Sneath, N. S. Mair, M. E. Sharpe og J. G. Holt), 9. útg., 2. bindi. Lippincott Williams & Wilkins, 1986: . .
  5. Dworkin, M. (ritstj.) (2007). The prokaryotes: a handbook on the biology of bacteria: Firmicutes, Cyanobacteria, 4. bindi, 3. útg. Springer-Verlag. ISBN 0-3872-5494-3.
  6. Ogston, A. (1880). „Über Abszesse“. Archiv für klinische Chirurgie. 25: 588–600.
  7. Vilhelmsson, O. og K. J. Miller (2002). „Humectant permeability influences growth and compatible solute uptake by Staphylococcus aureus subjected to osmotic stress“. Journal of Food Protection. 65: 1008–1015. ISSN 0362-028X. PMID 12092714.
  8. Vreeland, R. H. (1987). „Mechanisms of halotolerance in microorganisms“. CRC Critical Reviews in Microbiology. 14: 11–56. ISSN 0045-6454. PMID 3308318.
  9. 9,0 9,1 McMeekin, T. A., R. E. Chandler, P. E. Doe, C. D. Garland, J. Olley, S. Putro og D. A. Ratkowsky. „Model for combined effect of temperature and salt concentration/water activity on the growth of Staphylococcus xylosus“. Journal of Applied Bacteriology. 62 () (1987): 543–550.
  10. 10,0 10,1 Vilhelmsson, O., H. Hafsteinsson og J. K. Kristjánsson. „Extremely halotolerant bacteria characteristic of fully cured and dried cod“. International Journal of Food Microbiology. 36 () (1997): 163–170.
  11. 11,0 11,1 Jay, J. M. (1992). Modern Food Microbiology, 4. útg. Van Nostrand Reinhold, New York. ISBN 978-0412070914.
  12. Shebuski, J. R., O. Vilhelmsson og K. J. Miller (2000). „Effects of growth at low water activity on the thermal tolerance of Staphylococcus aureus. Journal of Food Protection. 63: 1277–1281. PMID 10983806.
  13. Whiting, R. C., S. Sackitey, S. Calderone, K. Morely og J. G. Phillips (1996). „Model for the survival of Staphylococcus aureus in nongrowth environments“. International Journal of Food Microbiology. 31: 231–243. doi:10.1016/0168-1605(96)01002-1.
  14. Kloos, W. E.. „Taxonomy and systematics of staphylococci indigenous to humans“. The Staphylococci in Human Disease (ritstj.: K. B. Crossley og G. L. Archer). Churchill Livingstone, New York, 1997: . .
  15. 15,0 15,1 Nychas, G.-J. E. og J. S. Arkoudelos (1990). „Staphylococci: their role in fermented sausages“. Journal of Applied Bacteriology. 69(S): 167S–188S. PMID 2119063.