Fara í innihald

Actinobacteria

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Actinobacteria
Rafeindasmásjármynd af Actinomyces israelii.
Rafeindasmásjármynd af Actinomyces israelii.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Gerlar
Fylking: Actinobacteria
Cavalier-Smith, 2002
Flokkur: Actinobacteria
Stackebrandt et al. 1997[1], 1974
Undirflokkar og ættbálkar

Actinobacteria er fylking og samnefndur flokkur Gram-jákvæðra gerla sem einkennast meðal annars af því að hafa hlutfallslega mikið af gúaníni og cýtósíni í erfðaefni sínu (eru með „hátt G+C hlutfall“). Íslenska heitið geislagerlar, sem réttilega á aðeins við um ættbálkinn Actinomycetales, er stundum notað sem samheiti yfir alla fylkinguna.

Tegundir fylkingarinnar eru algengar í jarðvegi, vatns- og sjávarumhverfi þar sem þeir eiga ríkan þátt í niðurbroti lífrænna efna, svo sem sellulósa og kítíni. Þeir mynda því mikilvægan þátt í kolefnishringrás náttúrunnar. Innan fylkingarinnar er einnig að finna bakteríur sem eiga búsvæði sín í dýrum og plöntum. Þar á meðal eru nokkrir sýklar, svo sem Mycobacterium tuberculosis, Mycobacterium leprae og Corynebacterium diptheriae.

Fylkingin er ekki síst þekkt af framleiðslu annarsstigs lífefna með örveruhemjandi virkni sem sum hver eru nýtt sem sýklalyf.

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 E. Stackebrandt, F. A. Rainey og N. L. Ward-Rainey (1997) „Proposal for a new hierarchic classification system, Actinobacteria classis nov.“ Int. J. Syst. Bacteriol. 47, 479-491.
  2. R. E. Buchanan (1917) „Studies in the nomenclature and classification of bacteria. II. The primary subdivisions of the Schizomycetes.“ J. Bacteriol. 2, 155-164.
  3. D. Y. Sorokin, S. van Pelt, T. P. Tourova og L. I. Evutshenko (2009) Nitriliruptor alkaliphilus gen. nov., sp. nov., a deep-lineage haloalkaliphilic actinobacterium from soda lakes capable of growth on aliphatic nitriles, and proposal of Nitriliruptoraceae fam. nov. and Nitriliruptorales ord. nov. Int. J. Syst. Evol. Microbiol. 59, 248-253.
  4. 4,0 4,1 G. S. N. Reddy og F. Garcia-Pichel (2009) Description of Patulibacter americanus sp. nov., isolated from biological soil crusts, emended description of the genus Patulibacter Takahashi et al. 2006 and proposal of Solirubrobacterales ord. nov. and Thermoleophilales ord. nov. Int. J. Syst. Evol. Microbiol. 59, 87-94.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.