Fara í innihald

Samlífi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samlífi trúðfisks og sæfífils. Trúðfiskur étur litla hryggleysingja sem annars gætu skemmt sæfífilinn og fiskurinn sér einnig sæfífli fyrir næringarefnum með úrgangi sínum. Trúðfiskur gefur frá sér hljóð þegar annar fiskur sem étur sæfífla nálgast.

Samlífi er í vistfræði víxlverkun tveggja lífvera hver á aðra. Hugtakið hýsill er venjulega notað yfir stærri lífveruna en sambýlingur yfir þá minni. Samlífi má skipta í tvo flokka: innanfrumusamlíf og utanfrumusamlíf.

Dæmi um samlífi neðansjávar er hvernig sæfífillinn leirblóm (Bolcera tuediae) og pólrækja(Lebbeus polaris) virðast lifa í sérstöku samlífi.[1]

Gerðir samlífis

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sníkjulífi: Samlífi sem er óhagstætt annarri lífverunni en hagstætt hinni (+ -).
  • Samhjálp: Samlífi sem er hagstætt báðum lífverunum (+ +).
  • Gistilífi: Samlífi sem er hagstætt annarri lífverunni en hefur ekki áhrif á hina (+ 0).
  • Ójöfn samkeppni: Samlífi sem er óhagstætt annarri lífverunni en hefur ekki áhrif á hina (- 0).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ingibjörg G. Jónsdóttir og Steinunn H. Ólafsdóttir, Samlífi sæfífils og rækju, Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 91–96, 2016