Fara í innihald

Staphylococcus aureus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staphylococcus aureus

Vísindaleg flokkun
Ríki: Bakteríur (Bacteria)
Fylking: Firmicutes
Flokkur: Bacilli
Ættbálkur: Bacillales
Ætt: Staphylococcaceae
Ættkvísl: Staphylococcus
Tegund:
S. aureus

Tvínefni
Staphylococcus aureus
Rosenbach 1884[1]

Staphylococcus aureus (ýmist stytt Staph. aureus eða S. aureus.) er gerill af ættkvísl stafýlókokka sem lifir einkum á húð og í nefholi manna. Hann er tækifærissýkill og getur valdið vægum sýkingum í húð sem svipar til unglingabóla en einnig lífshættulegum sjúkdómum á borð við lungnabólgu, júgurbólgu, heilahimnubólgu og hjartaþelsbólgu.

Staphylococcus aureus er algeng matareitrunarbakteria. Hún kemur oft upp í matvælum sem hafa verið meðhöndluð af fólki og getur komið upp þar sem hreinlæti er ábótavant. Hún kemur helst fram í unnum kjötvörum og hún getur fjölgað sér hratt, auk þess getur hún myndað eiturefni sem er mjög hitaþolið og þolir suðu allt að hálfa klukkustund. Bakterían finnst fyrst og fremst í nösum, hálsi og á húð hjá fólki og dýrum. Hún finnst einnig í þörmum hjá mönnum og dýrum, jarðvegi og ryki. Hún kemur einnig fyrir í ígerðum og sárum. Algengustu matvælin sem hún finnst í eru kjötafurðir, mjólkurafurðir, búðingar, sósur og salöt og saltaðar matvörur.

Staphylococcus aureus getur vaxið við 8º-45 °C en hún drepst við um það vil 70º-75 °C. Bakterían er mjög saltþolin og getur vaxið í mat með saltinnihald allt að 15%. Hún getur líka lifað þurrkun af og vex best í tilvist súrefnis en getur einnig lifað við loftfirrtar aðstæður. Hún þolir breytt sýrustigsbil eða allt frá 4 og upp í 9.

Eiturefnið sem bakterían getur myndað getur verið mjög virkt og þarf lítið af því til þess að fólk veikist. Fyrstu einkenni sem koma fram eina til sex klukkustundir eftir neyslu eru ógleði, uppköst og oft höfuðverkur. Langoftast er sjúkdómurinn skammvinnur og fólk nær sér eftir einn til þrjá daga án meðferðar hjá lækni.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  • MÓSA – fjölónæmur Staphylococcus aureus sem erfitt er að meðhöndla.
  1. Rosenbach, F. J. (1884). Mikroorganismen bei den Wundinfektionskrankheiten des Menschen. J. F. Bergmann´s Verlag, Wiesbaden.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.