App

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Google Android

App eða smáforrit á við um forrit sem notað er í farsíma og spjaldtölvu aðallega. Orðið „app“ er stytting á enska orðinu application, sem þýðir „forrit“. Svona forrit fást í gegnum netverslanir reknar af fyrirtækjunum sem gefa út stýrikerfið sem forritin verða keyrð á. Dæmi um svona verslanir eru App Store frá Apple, Google Play, Windows Store frá Microsoft og BlackBerry World. Sum forrit eru ókeypis en fyrir önnur þarf að borga.

Orðið app hefur verið notað af ýmsum fyrirtækjum á íslensku og jafnvel sem sagnorð, til dæmis fór auglýsingaherferð N1 af stað með slagorðinu „Appaðu þig í gang!“ en þetta var mjög umdeilt.[1] Nokkrar uppástungur á íslensku orði fyrir þetta hugtak hafa birtist, meðal þeirra smáforrit og notra.[2][3][4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Enginn veit hvað á að kalla „appið“ í snjallsímunum: „Hvaða endemis rugl er hér á ferðinni?“ - Pressan.is“, skoðað þann 13. desember 2011.
  2. „Smáforrit - 3G Netið í símanum - Einstaklingar“, skoðað þann 13. desember 2011. Dæmi um notkun orðsins smáforrits
  3. „Smáforrit slær í gegn á Airwaves - mbl.is“, skoðað þann 13. desember 2011. Dæmi um notkun orðsins smáforrits
  4. „Nýtt orð fyrir 'app' - 'notra'“, skoðað þann 13. desember 2011. Dæmi um notkun orðsins notru
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.