Pebble

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pebble snjallúrið sem fór í sölu 2013.

Pebble er snjallúr þróað af Pebble Technology Corporation.[1] Það var fyrsta sinnar tegundar sem kom á markað og virkaði bæði fyrir Android og iOS stýrikerfið.[2] Fyrsta útgáfan kom út árið 2013 og var hún fjármögnuð í gegnum Kickstarter. Úrið er með baklýstum 1,26 tommu rafeindapappírsskjá og fæst í tveimur útgáfum: Pebble og Pebble Steel. Úrin eru með svipaða virkni, tengjast bæði símanum í gegnum Bluetooth, skilaboð, tölvupóstur, símtöl og tilkynningar frá samfélagsmiðlum birtast á skjánum, en úrin titra einnig þegar skilaboð berast á samtengdu tækni.

Pebble Steel[breyta | breyta frumkóða]

Pebble Steel snjallúrið sem fór í sölu 2014.

Pebble Steel var kynnt til sögunnar á CES-ráðstefnunni árið 2014. Úrið er þynnra, og er ytra lag úrsins úr ryðfríu stáli. Úrið kemur með leður ól en einnig er hægt að fá ól úr ryðfríu stáli. Úrið er vatnshelt niður að 50m og ólíkt öðrum snjallúrum þar sem rafhlaðan endist í allt að 7 daga.[3]

Fjármögnun[breyta | breyta frumkóða]

Pebble-verkefnið byrjaði út fra Kickstarter-söfnun sem sett var á stað árið 2012. Eric Migicovsky hóf Kickstarter söfnunina þann 11. apríl 2012 með það takmark að safna $100.000. Þeir sem ákváðu að styrkja verkefnið um að minnsta kosti $115 áttu að fá Pebble úr þegar framleiðsla hæfist. Eftir einungis tvær klukkustundir var búið að fjármagna framleiðsluna og innan sex daga var þetta orðin stærsta fjármögnun Kickstarter og búið að styrkja Migicovsky um $4,7 milljónir. Þegar fjármögnun verkefnisins lauk þann 18. mai 2012 var búið að safna $10,3 milljónum.[4]. Hægt er að skoða Kickstarter síðuna hérna.

Listi yfir upphæðir sem hægt var að styrkja verkefnið um[breyta | breyta frumkóða]

Upphæð
$99 Early Bird: 200 svört úr í boði
$115 Eitt svart Pebble úr
$125 Eitt litað Pebble úr
$220 Tvö svört Pebble úr
$235 Prototype Pebble fyrir þróun á forritum + eitt litað Pebble
$240 Tvö lituð Pebble úr
$550 Fimm lituð Pebble úr
$1000 Tíu lituð Pebble úr
$1250 Sérhannað útlit + fimm lituð Pebble úr

Samtals voru 68.929 einstaklingar sem styrktu verkefnið fyrir samtals $10.266.845.[5]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Privacy Policy“. Pebble Technology Corp. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. maí 2014. Sótt 8. febrúar 2015.
  2. „Here's How the Pebble Smartwatch Became the Most Funded Project in Kickstarter History“.
  3. Stein, Scott (19. nóvember 2014). „Pebble Steel review: The first great smartwatch of 2014 is still the best“. CNET.
  4. „Wiki - Pebble_(watch)“. Wikipedia.
  5. „Pebble: E-Paper Watch for iPhone and Android“. Kickstarter.
  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.