Snertiskjár

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Snertiskjár í farsíma.

Snertiskjár er tölvuskjár og inntakstæki sem getur greint nálægð og staðsetningu snertingar. Yfirleitt er notaður fingur eða stíll til að hafa samskipti við skjáinn. Snertiskjáir gera notendum kleift að hafa beint samskipti við það sem er sýnt á skjánum, í staðinn fyrir að nota tölvumús eða snertiflötu. Snertiskjáir finnast oftast í farsímum, lófatölvum, töflutölvum, GPS-tækjum og farleikjatölvum.

Til eru nokkrar tegundir snertiskjáa sem nota ólík tæki til að greina snertingar. Nú á dögum eru fjölsnertiskjáir (e. multi-touch) framleiddir sem geta greint margar snertingar í einu.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.