Skólahljómsveit Austurbæjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Skólahljómsveit Austurbæjar er íslensk skólahljómsveit sem var stofnuð árið 1954 af Reykjavíkurborg og hefur starfað óslitið síðan. Núverandi stjórnandi sveitarinnar er Vilborg Jónsdóttir. Æfingar fara fram í Laugarnesskóla í Reykjavík. Lúðrasveitinni er skipt í 3 sveitir; A. B og C. Þeim er skipt eftir aldri og getu. Yngstu nemendurnir eru í A-sveit og yngstu krakkarnir þar eru allt niður í 9 ára gamlir. Krakkarnir í B-sveit eru á aldrinum 10-12 ára og í C-sveit eru krakkar frá 13 ára aldri. Miðað er við að krakkar hætti í skólahljómsveitinni við útskrift úr grunnskóla en hægt er að vera lengur í hljómsveitinni (en ekki í tíma hjá kennara). Skólahljómsveit Austurbæjar er í samstarfi við Tónskóla Sigursveins og Tónmentaskóla Reykjavíkur.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.