Háaleiti og Bústaðir
Útlit
(Endurbeint frá Skólahljómsveit Austurbæjar)

Háaleiti og Bústaðir er hverfi í Reykjavík. Til hverfisins teljast Háaleiti, Múlar, Kringla, Bústaðir, Fossvogshverfi, Smáíbúðahverfið og Blesugróf.
Í vestur markast hverfið af línu sem dregin er eftir miðri Kringlumýrarbraut. Í austur markast hverfið af Reykjanesbraut.
Í norður markast hverfið af línu sem er dregin um eftirtaldar götur og skal miðað við miðju þeirra: Suðurlandsbraut, Grensásveg og Miklubraut. Í suður markast hverfið af sveitarfélagamörkum Kópavogs.
Árið 2023 voru íbúar Háaleitis og Bústaða 16.345 talsins.[1] Í hverfinu er Skólahljómsveit Austurbæjar, sem var stofnuð 1954 og er rekin í Laugarnesskóla í Reykjavík. Skólahljómsveit Austurbæjar er í samstarfi við Tónskóla Sigursveins og Tónmentaskóla Reykjavíkur.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Mannfjöldi eftir hverfum í Reykjavík, kyni og aldri 1. janúar 2011-2023“. Hagstofa Íslands.