Richard Francis Burton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sir Richard Francis Burton)
Portrett af Burton eftir Frederic Leighton, National Portrait Gallery, London.

Richard Francis Burton (19. mars 182119. október 1890) var breskur landkönnuður, þýðandi, rithöfundur og Austurlandafræðingur. Hann varð frægur fyrir ævintýralega könnunarleiðangra sína um Mið-Austurlönd og Austur-Afríku sem hann skrifaði um margar bækur, og einnig fyrir þýðingar sínar á ritum eins og Þúsund og einni nótt og Kama Sútra.

Þekktustu ferðir hans voru þegar hann ferðaðist, dulbúinn sem pastúni, til Mekka, ferðir hans um Austur-Afríku ásamt John Hanning Speke til að leita upptaka Hvítu Nílar, og heimsókn hans til Brigham Young í Salt Lake City. Hann var annálaður málamaður og skylmingamaður.

Að síðustu gekk hann í bresku utanríkisþjónustuna og varð ræðismaður í Damaskus, Fernando Po og Trieste. Hann var aðlaður af Viktoríu Bretadrottningu árið 1886.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.