Fara í innihald

Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrsta þáttaröðin af bandaríska teiknimyndaþættinum Simpsons hóf sýningar 17. desember 1989 og kláraðist þann 29. apríl 1990. Þættirnir voru 13 og hver þeirra um 22 mín að lengd.

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Þáttur Nr. # Titill Sýnt í USA
1 1 Simpsons Roasting on an Open Fire 17. desember 1989
Þátturinn byrjar með því að Hómer og Marge horfa jólaskólaleikritið, sem að börn þeirra, Bart og Lísa, leika í. Eftir sýninguna byrjar fjölskyldan að skreyta fyrir jólin s.s. að setja útiljósin. Marge og Hómer þurfa á jólapeningunum og jólaútborgun Hómers að halda til að kaupa gjafir. Daginn eftir þegar Hómer er að vinna upplýsir yfirmaður hans, Hr. Burns, að enginn starfsmaður fær útborgað.
2 2 Bart the Genius 14. janúar 1990
Þátturinn byrjar með því að fjölskyldan er að spila Scrabble til þess að æfa börnin fyrir greindarvísitölupróf. Auðvitað svindlar Bart og Hómer brjálast. Í skólanum daginn eftir er Bart krota á veggi skólans en ofvitinn Martinn Prince kemur upp um hann Skinner skólastjóri heimtar að Bart hitti sig eftir skóla.
3 3 Homer's Odyssey 21. janúar 1990
Þátturinn byrjar með því að bekkur Barts er að fara í námsferð í kjarnorkuverið þar sem að faðir Barts, Hómer, vinnur. Krakkarnir horfa á fræðslumynd um kjarnorku og fara í skoðunarferð. Hómer reynir að hitta á bekkinn en klessir á.
4 4 There's no Disgrace Like Home 28. janúar 1990
Þátturinn byrjar að fjölskyldan er að búa sig undir lautarferð starfsmanna kjarnorkuversins á landareign Hr. Burns. Hómer er stressaður yfir því að fjölskyldan verði honum til skammar, sem reynist rétt.
5 5 Bart the General 4. febrúar 1990
Þátturinn byrjar þegar Bart og Lísa fara í skólann. Hrekkjusvínið Nelson Muntz eyðileggur formkökurnar sem Lísa bakaði. Bart reynir að verja hana en Nelson skorar hann á hólm eftir skóla. Eftir skóla sigrar Nelson Bart og hótar að halda því áfram.
6 6 Moaning Lisa 11. febrúar 1990
7 7 Call of the Simpsons 18. febrúar 1990
8 8 The Telltale Head 25. febrúar 1990
Þátturinn byrjar með því að Hómer og Bart eru að ganga með höfuðið af styttu Jebidiah Springfield. Hópur fólks kemur að þeim og eltir þá. Þeir eru króaðir af við styttuna og Bart segir hvernig þetta gerðist. Sagan byrjar þegar fjölskyldan er að fara í kirkju og Marge er hneyksluð út í Hómer og Bart. Á leiðinni heim spyr Bart hvort hann megi fara á bannaða mynd en Marge bannar honum það.
9 9 Life on the Fast Lane 18. mars 1990
10 10 Homer's Night Out 25. mars 1990
11 11 The Crepes of Wrath 15. apríl 1990
Þátturinn byrjar með því að Hómer dettur um hjólbrettið hans Barts og meiðist í bakinu. Bart er skammaður og látinn taka til eftir sig. Skinner skólastjóri er mjög stressaður yfir komu móður sinnar og reynir að sýna að hann geti haldið aga í skólanum. Hrekkur Barts, þar sem hann sturtaði hvellhettu niður í strákaklósettið sem leiddi til þess að það flæddi upp úr öllum salernunum í skólanum (og móðir Skinners var á klósettinu þegar það gerðist), leiðir til þess að ráðleggur Marge og Hómer að nýta skiptinemanámskeið til að losna við Bart til Frakklands.
12 12 Krusty Gets Busted 29. apríl 1990
Krusty the Klown (ísl. Krulli Trúður) er ástkær skemmtikraftur barna í Springfield og er m.a. hetja Barts. Þegar Hómer er að Kaupa ís í Kwik-E-Mart-búðinni verður hann vitni að því þegar hann stígur á langan fót Krustys, að hann er vopnaður og rænir staðinn.
13 13 Some Enchanted Evening 13. maí 1990