Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 5

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimmta þáttaröðin af Simpsons var nýjum þáttstjórnanda: David Mirkin. Hann þurfti að ráða fullt af nýja rithöfunda, m.a. David X. Cohen. Og einn rithöfundur Simpsons, Conan O'Brian, hætti við byrjun þáttaraðarinnar til þess að gera spjallþáttinn sinn. Þáttaröðin (1993-1994) inniheldur 22 þætti. Al Jean og Mike Reiss, þáttastjórnendur þriðju og fjórðu þáttaraðar, átta eftir tvo þætti úr fjórðu seríu sem fóru yfir í þá fimmtu.

Homer's Barbershop Quartet[breyta | breyta frumkóða]

Homer's Barbershop Quartet er fyrsti þáttur 5. þáttaraðar og er einn af tveimur þáttum sem Al Jean og Mike Reiss framleiddu fyrir fjórðu þáttaröð. Frægðarsögu kvartetsins má líkja við frægðarsögu Bítlanna. Þátturinn var sýndur 30. september, 1993.

Þegar Simpson-fjölskyldan er á flóamarkaði, finna Bart og Lísa gamla plötu með Hómer, Skinner, Apu og Barney og voru eitt sinn rakarakvartetsöngvarar og kölluðu sig "The Be Sharps". Á leiðinni heim frá flóamarkaðnum bilar bílinn svo Hómer segir krökkunum frá sögunni. Þeir hófu ferill sinn með því að syngja á krá Moes og voru meðlimirnir þá Hómer, Skinner, Apu og Wiggum lögreglustjóri. Eftir að þeir ná frægð, hefur umboðsmaður samband við þá og fær þá til að skipta út Wiggum (hann minnir hann alltof mikið á Village People). Þeir fá Barney í staðinn sem getur sungið guðdómlega. Wiggum reynir að mótmæla Barney en þegar hann syngur, elska hann allir. Þeir ferðast út um allt, hitta fullt af frægu fólki m.a. Bítilinn George Harrison, og fá Grammy-verðlaun afhent af David Crosby. En Hómer finnst frægðarlífið innantómt og saknar fjölskyldu sinnar. Og kvartetnum líkur þegar að Skinner, Hómer og Apu rífast um lögin og Barney er byrjaður með konu sem líkist Yoko Ono. Eftir að hafa skoðað gamlar plötur, fær Hómer Skinner, Apu og Barney að hittast á kráarþaki Moes og syngja þar frægasta smellinn sinn "Baby Onboard".

Höfundur: Jeff Martin

Leikstjóri: Mark Kirkland

Gestaleikarar: George Harrison, David Crosby og söngur af The Dapper Dans

Cape Feare[breyta | breyta frumkóða]

Cape Feare er annar þáttur 5. seríu Simpson-fjölskyldunnar. Þátturinn er annar af tveimur þáttunum sem Al Jean og Mike Reiss framleiddu fyrir 4. seríu. Nafnið er tilvísun í myndina Cape Fear og söguþráður þáttarins er líka lauslega byggður á myndinni. Þátturinn var fyrst sýndur 7. október, 1993.

Þátturinn byrjar með því að Bart fær morðhótunarbréf frá ónefndum aðila og eitt frá Hómer(Bart setti húðflúr á rass Hómers sem á stóð "Wideload"). Í ljós kemur að þetta er enginn annar en Sideshow Bob sem vill drepa Bart fyrir að koma honum í fangelsi. Bob er sleppt úr fangelsi og byrjar að ónáða Simpson-fjölskylduna. Eftir að ráðagerðir Wiggums lögreglustjóra mistakast, leitar fjölskyldan til hjálpar Alríkislögreglunnar. Simpson-fjölskyldan tekur þátt í vitnaverndarverkefni alríkislögreglunnar og taka upp eftir nafnið Thompson og flytja til Hryllingsvatns (Terror Lake). En Bob eltir þau þangað (hann festir sig undir bílinn þeirra) og laumast inn í húsbát fjölskyldunnar og keflar Marge, Hómer, Lísu, Maggie, hundinn og köttinn. Síðan ætlar hann að drepa Bart með sveðju. Þegar Bob spyr Bart um hinstu ósk hans, biður Bart hann að syngja öll lögin úr H.M.S. Pinafore. Hann verður við ósk hans, en á meðan Bob syngur siglir báturinn aftur til Springfield og Bob er handsamaður af lögreglunni.

Höfundur: Jon Vitti

Leikstjóri: Rich Moore

Gestaleikari: Kelsey Grammer

Homer Goes to College[breyta | breyta frumkóða]

Rosebud[breyta | breyta frumkóða]

Treehouse of Horror IV[breyta | breyta frumkóða]

Marge on the Lam[breyta | breyta frumkóða]

Bart's Inner Child[breyta | breyta frumkóða]

Boy-Scoutz N the Hood[breyta | breyta frumkóða]

The Last Temptation of Homer[breyta | breyta frumkóða]

$pringfield[breyta | breyta frumkóða]

Homer the Vigilante[breyta | breyta frumkóða]

Bart Gets Famous[breyta | breyta frumkóða]

Homer and Apu[breyta | breyta frumkóða]

Lisa vs. Malibu Stacy[breyta | breyta frumkóða]

Deep Space Homer[breyta | breyta frumkóða]

Homer Loves Flanders[breyta | breyta frumkóða]

Bart Gets an Elephant[breyta | breyta frumkóða]

Burns' Heir[breyta | breyta frumkóða]

Sweet Seymour Skinner's Baadasssss Song[breyta | breyta frumkóða]

The Boy Who Knew Too Much[breyta | breyta frumkóða]

Lady Bouvier's Lover[breyta | breyta frumkóða]

Secrets of a Successful Marriage[breyta | breyta frumkóða]