Sigurjón Birgir Sigurðsson
Sigurjón Birgir Sigurðsson (fæddur 27. ágúst 1962 í Reykjavík á Íslandi) er íslenskt skáld, þekktur undir listamannsnafninu Sjón. Hann er sonur Sigurðar Geirdal, sem var bæjarstjóri í Kópavogi í mörg ár og Áslaugar Jónínu Sverrisdóttur fyrrverandi bankastarfsmanns.[1]
Hann var meðlimur í hópi listamanna sem fór undir nafni Medúsa og kenndi sig við súrrealisma.
Hann skrifaði handrit kvikmyndarinnar Regína! með Margréti Örnólfsdóttur, kom fram í heimildarmyndinni Gargandi snilld og skrifaði handrit stuttmyndarinnar Anna og skapsveiflurnar þar sem hann lék Dr. Artmann. Hann skrifaði texta fyrir flest lög kvikmyndarinnar Myrkradansarinn ásamt Björk, Mark Bell & Lars von Trier.
Sjón hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.
Gallerí
[breyta | breyta frumkóða]LitteratureXchange Festival í Árósum 2019
Ljósmyndir Hreinn Gudlaugsson
Verk
[breyta | breyta frumkóða]- 1978 Sýnir: yrkingar
- 1979 Madonna
- 1979 Birgitta (hleruð samtöl)
- 1981 Hvernig elskar maður hendur
- 1982 Reiðhjól blinda mannsins
- 1983 Sjónhverfingabókin
- 1985 Oh!: (isn't it wild)
- 1986 Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til sem heitir leikfangakastalar
- 1986 Drengurinn með röntgenaugun (ljóðasafn 1978-1986) (Mál og menning, Reykjavík)
- 1987 Stálnótt (Mál og menning, Reykjavík)
- 1989 Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð 1937 (ásamt Þorra Hringssyni)
- 1989 Engill, pípuhattur og jarðarber (Mál og menning, Reykjavík)
- 1991 Ég man ekki eitthvað um skýin (Mál og menning, Reykjavík) ISBN 9979-3-0252-6
- 1994 Augu þín sáu mig (Mál og menning, Reykjavík) ISBN 9979-3-1954-2,
- 1995 Sagan af húfunni fínu
- 1998 Myrkar fígúrur
- 2000 Númi og höfuðin sjö
- 2001 Með titrandi tár (Mál og menning, Reykjavík) ISBN 9979-3-2242-X
- 2002 Sagan af furðufugli (Mál og menning, Reykjavík) ISBN 9979-3-2342-6
- 2003 Skugga-Baldur (Bjartur, Reykjavík) ISBN 9979-774-43-6
- 2005 Argóarflísin (Bjartur, Reykjavík) ISBN 9979-788-24-0
- 2007 Söngur steinasafnarans (Bjartur, Reykjavík) ISBN 978-9979-788-96-6
- 2008 Rökkurbýsnir (Bjartur, Reykjavík)
- 2013 Mánasteinn (JPV, Reykjavík)
- 2015 Gráspörvar og ígulker (JPV, Reykjavík)
- 2016 Ég er sofandi hurð (JPV, Reykjavík)
- 2019 Korngult hár, grá augu (JPV, Reykjavík)
Verðlaun
[breyta | breyta frumkóða]- 1995 Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Augu þín sáu mig
- 1998 Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
- 2002 Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Með titrandi tár
- 2005 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Skugga-Baldur.
- 2013 Verðlaun starfsfólks bókaverslana: Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til (besta íslenska skáldsagan)
- 2013 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til
- 2013 Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til
- 2016 Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ég er sofandi hurð[2]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Norðurlandaráð Geymt 7 febrúar 2005 í Wayback Machine
- Skólavefurinn
- Sjón les upp ljóð sín á Lyrikline; með enskum, þýskum og frönskum þýðingum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sífellt sögum ríkari“, Morgunblaðið, 27. ágúst 2012 (skoðað 17. nóvember 2019)
- ↑ Bokmenntaborgin.is, „Sjón“ (skoðað 17. nóvember 2019)