Medúsa (fjöllistahópur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Medúsa var hópur listamanna sem rakti rætur sínar til Breiðholtsins árið 1979 og stóð til um 1986 þegar flestir meðlimir voru farnir að sinna öðrum málum. Hópurinn gaf út mikið af bókum og hljómsnældum þar sem höfundar sáu sjálfir um alla þætti útgáfunnar. Hópurinn kenndi sig við súrrealisma, hreyfingu upprunna í Frakklandi sem gaf frá sér sína fyrstu stefnuyfirlýsingu 1924 undir forystu skáldsins André Breton (1896-1966).

Meðlimir Medúsu fengust við myndlist, ljóðlist og tónlist og skipulögðu uppákomur þar sem ljóð voru lesin upp við undirleik hljómsveitarinnar Fan Houtens Kókó þar sem Matthías Magnússon var aðalsöngvari, Ólafur Jóhann Engilbertsson spilaði á bassa, Einar Melax hljómborð og Þór Eldon á gítar. Medúsuhópurinn rak á þessum tíma sýningarsalinn Skruggubúð í Suðurgötu, skúr við hliðina á Hjálpræðishernum sem var síðan rifinn til að stækka bílastæðin þar.

1983 tóku Einar Melax og Þór Eldon þátt í myndun súpergrúppunnar KUKL.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.