Sfinxinn í Gíza

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sfinxinn framan við Kafra-pýramídann í Gíza

Sfinxinn í Gíza er stytta af ljóni með mannshöfuð á Gizasléttunni í Egyptalandi á vesturbakka Nílar, nálægt Kaíró. Styttan er sú stærsta í heiminum, sem höggvin er úr heilli kalklöpp, en hún er 73,5 m á breidd og 20 m á hæð. Egyptalandsfræðingar telja faraóinn Kafra hafa látið höggva hana á 3. árþúsund f.Kr. í Egyptalandi hinu forna eða um svipað leyti og Pýramídarnir miklu voru byggðir.

Veðrun á styttunni gefur vísbendingar um að hún kunni að vera mun miklu eldri, en jafn vel frá 10. árþusund f.Kr.