Fara í innihald

Kalsín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kalk)
  Magnesín  
Kalín Kalsín Skandín
  Strontín  
Efnatákn Ca
Sætistala 20
Efnaflokkur Jarðalkalímálmur
Eðlismassi 1550,0 kg/
Harka 1,75
Atómmassi 40,078 g/mól
Bræðslumark 1115,0 K
Suðumark 1757,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form (meðseglandi)
Lotukerfið

Kalsín eða kalsíum (úr latínu calcis, „kalk“) er frumefni með efnatáknið Ca og sætistöluna 20 í lotukerfinu. Kalsín er mjúkur grár jarðalkalímálmur sem er notaður sem afoxari við útdrátt á þóríni, sirkoni og úrani. Þetta er einnig fimmta algengasta frumefnið í skorpu jarðar. Það er líka fimmta algengasta uppleysta jónin í sjó á eftir natríni, klóríði, magnesíni og súlfati.

Vegna þess hversu hvarfgjarnt kalsín er finnst það ekki hreint í náttúrunni. Það er algengast í steinefnum eins og kalsíti, dólómíti og gifsi. Kalk, sem er eitt form kalksteins, er aðallega úr kalsíti. Kalsín er nauðsynlegt lífverum, sérstaklega í lífeðlisfræði frumna. Kalsín er uppistaðan í beinum og er því algengasti málmurinn í mörgum dýrum.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Kalsín er hvarfgjarn, silfurlitaður málmur sem oxast auðveldlega í snertingu við loft og myndar þá gráhvíta oxíð- og nítríðhúð. Það er mjúkur málmur, en er þó ekki eins mjúkt og t.d. blý.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Efnahvörf[breyta | breyta frumkóða]

Í snertingu við vatn myndar kalsín hýdroxíð (kalkvatn). Hvarfið er mjög útvermið og þess vegna getur kviknað í því vetni sem myndast. Kalsín hvarfast við vatn samkvæmt efnajöfnunni:

Ca + 2H2O → Ca(OH)2 + H2
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.