Höggmyndalist
Útlit
(Endurbeint frá Stytta)
Höggmyndalist er sú listgrein að höggva (hlutbundna eða óhlutbundna) mynd úr steini eða öðru hörðu efni, gera t.d. líkan úr marmara eða styttu úr bronsi. Slík listaverk kallast höggmynd, stytta eða skúlptúr.
Orðasaga
[breyta | breyta frumkóða]Listamenn, sem fást við listgreinina, nefnast myndhöggvarar en voru fyrrum stundum nefndir bíldhöggvarar að danskri fyrirmynd. Bíldhöggvari var þó oftast haft um myndskera, þ.e.a.s. þá sem fást við útskurð mynda.
Höggmyndalist nefnist einnig skúlptúr (af latneska orðinu sculptura) eða plastísk list og skapar þrívíð listaverk.