Severus Snape

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Severus Snape er persóna í Harry Potter-bókunum eftir J.K. Rowling. Hann kennir töfradrykkja- og seiðagerð við Hogwarts-skóla.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Severus Snape á að vera fæddur 1960 og vera jafnaldri foreldra Harrys þeirra James og Lily Potter. Þegar hann kom í Hogwarts 1971, var hann flokkaður í Slytherin-heimavistina og varð vinur krakka sem urðu þekktir dráparar seinna meir. Þegar hann útskrifaðist úr Hogwarts 1978, gerðist hann drápari.

Nokkrum árum síðar var Snape að hlera viðtal Dumbledores við Sybil Trelawney þegar Trelawney spáði fyrir um örlög Harry Potter og Voldemort. Þegar hún var hálfnuð komst upp um hann og honum hent út. Samt sem áður kom hann öllu sem hann heyrði til Voldemorts sem varð til þess að Voldemort fór að leita uppi Harry og foreldra hans.

Severus Snape er lýst i bókunum sem háum og grönnum með mikið arnarnef og fitugt hár. Hann er með svört köld augu, föla húð og ójafnar gular tennur. Hann klæðist ávallt svörtu og hefur gjarnan verið uppnefndur sem leðurblaka vegna svörtu skikkjana. Snape var óvinur James Potter föðurs Harry og var svo sannarlega ekki góður við Harry þegar Harry fór í Hogwarts-skóla galdra og seiða.

Snape í Hogwartsskóla[breyta | breyta frumkóða]

Snape kenndi töfradrykkjagerð á fyrstu fimm árum Harrys í Hogwartsskóla. En á sjötta ári Harrys var hann settur í stöðu kennara í vörnum gegn myrkru öflunum en Horace Slughorn prófessor kom í hanns stað sem töfradrykkjakennari. Þegar Harry átti að vera á sjöunda árinu sínu í Hogwartsskóla en hætti þar og byrjaði að leita að helkrossum til að drepa Voldemort var Snape gerður skólameistari skólans og Alecto og Amycus Carrow komu í stöðu kennara í vörnum gegn yrkru öflunum og muggafræði.

Þótt að Snape hafi virðst vera djöfullinn í holdi klæddur hefur hann verndað Harry öll árin hans í Hogwarts vegna sektarkenndar og eftirsjár eftir að hafa leitt Voldemort að heimili Lily Evans sem hann elskaði síðan að hann leit hana fyrst augum. Einnig hefur hann njósnað fyrir Albus Dumbledore um aðgerðir Voldemorts síðan að Potter hjónin voru myrt. Jafnvel þótt Snape hafi drepið Dumbledore var það vegna skipunar Dumbledore eftir að Dumbledore komst að því að hann ætti aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Draco Malfoy hafði fengið óvænta skipun frá Voldemort um að drepa Dumbledore og Dumbledore vildi hlífa sálu Draco við slíku ódæði og skipaði því Snape að myrða sig í stað Draco. Þetta vissi Dumbledore að myndi veita Snape ákveðið traust hjá Voldemort sem hafði byrjað að efast um þjón sinn síðustu ár.

Dauði[breyta | breyta frumkóða]

Í lok sjöundu bókar er Snape svo drepinn af snáknum Nagini, eftir skipun Voldemorts, vegna þess að Voldemort vildi komast yfir hinn gríðarlega kröftuga sprota Dumbledores, Yllisprotann, sem var talinn öfugasti sproti sem geður hefur verið, en taldi að hann gæti ekki notið galdramáttar sprotans fyllilega vegna Snapes, því hann varð sannur húsbóndi sprotans með því að drepa fyrrverandi eiganda hans, eða svo taldi Voldemort. Seinna í sögunni kemur hins vegar í ljós að þar sem Draco Malfoy afvopnaði Dumbledore áður en Snape drap hann, varð Malfoy húsbóndi sprotans. Í Harry Potter og blendingsprinsinn segir hann Harry og félögum að hann sé blendingsprinsinn en þau komust að blendingsprinsinum þegar Harry fékk lánaða bók sem var eign Snapes.

Æskuárin[breyta | breyta frumkóða]

Snape var blendingur, átti muggaföður (Tobias Snape) of norn sem móður (Eleen Prince). Pabbi hans og mamma hafa verið mjög óhamingjusöm hjón síðan mamma Snapes sagði pappa hans að hún væri norn. Tobias Snape tók því mjög illa og talaði aðeins við konuna sína í rifrildum. Snape var svo got sem munaðarleysingi því að mamma hans og pabbi voru alltaf að rífast og töluðu bara við hann í máltíðum. Snape átti hræðilega barnæsku enn fann sér heimili í Hogwartsskóla.

Þegar Snape var á sínum yngri árum átti hann heima á Spunaslóð í Englandi, götunni sem var við hliðina á götunni sem Lily og Petunia Evans áttu heima. Snape var mjög hrifinn af Lily en þoldi ekki Petuniu. En það var á leikvelli nálægt húsinu hans þar sem hann hitti Lily Evans í fyrsta skipti og síðan þá hafði hann elskað hana til dauðadags.

Verndari Snapes var alla tíð hind, því hann elskaði Lily Evans svo ákaflega heitt en verndari hennar var einnig hind.


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.