Fara í innihald

Harry Potter og eldbikarinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þrígaldraleikarnir)
Harry Potter og eldbikarinn
HöfundurJ. K. Rowling
Upprunalegur titillHarry Potter and the Goblet of Fire
ÞýðandiHelga Haraldsdóttir
LandFáni Bretlands Bretland
TungumálEnska
ÚtgefandiBloomsbury
Bjartur (á Íslandi)
Útgáfudagur
8. júlí 2000
Síður636 (fyrsta útgáfa)
ISBNISBN 9789935301901
ForveriHarry Potter og fanginn frá Azkaban 
FramhaldHarry Potter og Fönixreglan 

Harry Potter og eldbikarinn er fjórða skáldsagan í Harry Potter-bókaflokknum eftir breska rithöfundinn J.K. Rowling. Hún segir frá ævintýrum Harry Potter á fjórða ári hans í Hogwart-skóla þar sem hann tekur þátt í Þrígaldraleikunum.

Bókin kom út 8. júlí árið 2000 hjá breska bókaforlaginu Bloomsbury og bandaríska forlaginu Scholastic. Hún kom út í íslenskri þýðingu Helgu Haraldsdóttur hjá Bjarti árið 2001. Kvikmynd gerð eftir bókinni var frumsýnd árið 2005. Sama ár kom út samnefndur tölvuleikur frá Electronic Arts. Bókin vann Hugo-verðlaunin árið 2001.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Þrígaldraleikarnir eru keppni í galdralistum. Í keppninni keppa þrír skólar um sigur. Þeir eru Beauxbatons, sem er franskur galdraskóli , Durmstrang líklega í Þýskalandi eða Búlgaríu, því það er ráðgáta hvar skólin er. Og að lokum Hogwart - skóli galdra og seiða.

Keppnin fer þannig fram að fyrst skrá keppendur sig og verður hver og einn sem skráir sig að hafa náð 17 ára aldri. Aldurstakmörk voru ekki fyrst um sinn en vegna óheppilegra dauðsfalla var sá hátturinn tekinn upp. Eftir að hafa skráð sig - þ.e. sett bréfmiða með nafni sínu á ofan í eldbikarinn - velur sjálfur eldbikarinn þrjá einstaklinga, einn úr hverjum skóla til keppninnar. Þá þarf að leysa þjár þrautir, þó ekki allar í einu, og dómararnir gefa stig frá núll upp í 10 fyrir hverja þraut fyrir sig. Dómarar Þrígaldraleikanna eru skólastjórar skólanna og nokkrir aðrir. Sá vinnur keppnina sem fær flest stig og stendur uppi sem sigurvegari ef viðkomandi er á lífi. Dauðsföllin hafa farið fækkandi í aldanna rás enda hafa dómararnir reynt að koma í veg fyrir þau. Skóli sigurvegara heldur svo keppnina að ári.

Á fjórða ári sínu í Hogwarts tekur Harry þátt í Þrígaldraleikunum sem eru þá haldnir í fyrsta skipti í yfir 500 ár. Hann er yngsti keppandinn og hefði í raun ekki átt að taka þátt en miði var settur í eldinn sem velur keppendur. Sá sem stendur fyrir því er yfirlýstur stuðningsmaður Voldemorts sem sér líka til þess að Harry standi uppi sem sigurvegari leikanna þar sem bikarinn er leiðarlykill sem flytur hann beina leið til Voldemorts og þjóna hans. Þar er Harry notaður, gegn eigin vilja, í athöfn til að endurreisa hinn myrka herra. Eftir mikið og erfitt einvígi við Voldemort kemst Harry heilu og höldnu aftur til Hogwarts þar sem hann getur sagt frá því sem fram hafði farið um kvöldið.