Harry Potter og Fönixreglan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fönixreglan)

Harry Potter og Fönixreglan (enska: Harry Potter and the Order of the Phoenix) er fimmta bókin í röðinni um Harry Potter eftir J. K. Rowling. Sagan fjallar um erfiðleika Harry Potters á fimmta árinu sínu í Hogwartsskóla galdra og seiða, m.a. ógnvænlega endurkomu hins ógurlega Voldemorts, U.G.L.U - prófin og afskiptasemi galdramálaráðuneytisins.

Þetta er lengsta bókin í röðinni og kom út 21. júní 2003 af Bloomsbury í Bretlandi. Bókafélagið Bjartur gefur bækurnar út á Íslandi. Gerð hefur verið kvikmynd eftir bókinni sem kom út árið 2007 og einnig hafa verið gerðir tölvuleikir af EA-leikjum. Harry Potter of Fönixreglan hefur unnið nokkur verðlaun.

Ágrip[breyta | breyta frumkóða]

Kynning efnisins[breyta | breyta frumkóða]

Í gegnum fjórar fyrri bækurnar í seríunni hefur aðalpersónan, Harry Potter, sem hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika sem fylgja því að þroskast og að vera frægur galdramaður. Þegar Harry var barn, drap mesti galdramaður í heimi, Voldemort, foreldra Harrys en hvarf skyndilega eftir að hafa reynt að drepa Harry. Þetta varð til þess að Harry varð frægur á svipstundu og var hann settur í fóstur hjá mugga-frændfólki sínu (fólk sem getur ekki galdrað), Petuniu frænku og Vernoni frænda.

Harry kemur inn í galdrasamfélagið ellefu ára gamall og gengur í Hogwartsskóla galdra og seiða. Hann verður vinur Ron Weasley og Hermione Granger og verður hinn mikli Voldemort á vegi hans sem er að reyna að safna kröftum. Eftir að hafa snúið aftur eftir sumarfrí, er ráðist á nokkra nemendur í Hogwarts eftir að hinn sögulegi Leyniklefi er opnaður. Harry endar átökin með því að drepa brasilíuslöngu og sigrar aðra hindrun Voldemorts. Næsta ár heyrir Harry að morðinginn Sirius Black sé að fylgjast með honum. Þrátt fyrir strangar varnir í Hogwarts hittir Harry Sirius og í lok þriðja ársins í skólanum kemst Harry að því að Sirius Black er guðfaðir hans. Á fjórða árinu sínu tekur Harry þátt í þrígaldraleikunum. Við lok leikanna verður Harry vitni að því þegar Voldemort fær fullan styrk.

Efnisútdráttur[breyta | breyta frumkóða]

Þessi saga byrjar þegar Harry og frændi hans, Dudley, verða fyrir árás vitsuga. Harry notar galdra til að losna við þær og hann er sendur í viðtal í galdramálaráðuneytinu. Það kemur fljótt í ljós að viðtalið er réttarhöld og þrátt fyrir góðar tilraunir galdramálaráðherrans, er hann sýknaður. Vegna þess að Voldemort er snúinn aftur endurvekur Dumbledore fönixregluna, leynilegt samfélag sem vinnur að því að sigra Voldemort, dráparana (fylgismenn Voldemorts) og vernda fórnarlömb Voldemorts, m.a. Harry. Þrátt fyrir að Harry hafi lýst endurkomu Voldemorts tekur galdramálaráðuneytið hann ekki alvarlega og neitar því að Voldemort hafi snúið aftur.

Fönixreglan er hópur eða lið í Harry Potter-bókunum. Í þessari bók kemur fyrst fram hvað fönixreglan var en í fönixreglunni var hópur af fólki sem börðust gegn Lord Voldemort.

Meðlimir í upprunalegu Fönixreglunni eru: Albus Dumbledore, Alastor Moody/ Skröggur Illauga, Arabella Figg , Aberforth Dumbledore, Benjy Fenwick, Caradoc Dearborn, Dedalus Diggle, Dorcas Meadowes, Edgar Bones, Elphias Doge, Emmeline Vance, Fabian Prewett, Frank & Alice Longbottom, Gideon Prewett, James & Lilly Potter, Marlene McKinnon, Mundungus Fletcher, Remus Lupin, Rubeus Hagrid, Severus Snape, Sirius Black, Sturgis Pdmore, Peter Pettigrew,

Meðlimir fönixreglunnar í síðara stríðinu við Voldemort: Albus Dumbledore, Kingsley Shacklebolt, Aberforth Dumbledore, Arabella Figg, Dedalus Diggle, Elphias Doge, Emmeline Vance, Minerva McGonagall, Mundungus Fletcher, Remus Lupin, Rubeus Hagrid, Severus Snape, Sirius Black, Sturgis Pdmore, Arthur, Bill, Charlie & Molly Weasley, Hestia Jones, Nymphadora Tonks.

Líklega Fleur Delacoure, Fred Weasley, George Weasley, Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley