Sandreyður
Sandreyður | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sandreyður við yfirborðið
Stærðarsamanburður við meðalmann
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Balaenoptera borealis Lesson, 1828 | ||||||||||||||||
Útbreiðslusvæði sandreyðar (blár litur)
|
Sandreyður (fræðiheiti: Balaenoptera borealis) er tegund skíðishvala. Hún tilheyrir reyðarhvalaætt (Balaenopteridae) ásamt fjórum öðrum tegundum í Norður-Atlantshafi en reyðarhvalirnir eru hnúfubakur, steypireyður, langreyður, sandreyður og hrefna.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Sandreyður er grannvaxin og rennileg, hausinn er um 20-25% af heildarlengd. Hornið er aftursveigt og aftarlega á bakinu. Bægslin eru fremur lítil, um 9% af heildarlengd. Sandreyðurin er oftast dökkgrá á baki en ljósari á kviði, sum dýr eru þó nánast jafngrá um allan skrokkinn.
Kýrnar eru heldur stærri en tarfarnir eins og er um flesta skíðishvali, 14 til 19 metrar á lengd og upp undir 26 tonn á þyngd. Tarfarnir eru 13 til 18 metra langir en svipaðir á þyngd og kýrnar.
Útbreiðsla og hegðun
[breyta | breyta frumkóða]Sandreyði má finna í öllum heimshöfum og hún er dæmigerður farhvalur. Tegundin heldur sig að mestu á heittempruðum svæðum í í hitabeltinu að vetrarlagi en fer á fæðuríkari kaldsjávarsvæði á sumrin.
Fæðuvalið er fjölbreytt og mismunandi eftir svæðum. Fæðan er einkum sviflæg krabbadýr en einnig í minna mæli smokkfiskar, loðna, sandsíli og hrognkelsi. Fæðuöflun er að mestu bundin við sumartímann og líffræðingar hafa fundið út að sandreyður á Íslandsmiðum étur um 835 lítra (samsvarandi 776 kg) af átu á dag.[2]
Sandreyður er mjög hraðsynd og getur náð allt að 40 kílómetra hraða á klukkustund á styttri sprettum.
Að sumarlagi fer sandreyðurin oftast einförum eða í litlum hópum.
Veiðar og fjöldi
[breyta | breyta frumkóða]Veiðar á sandreyði hófust seint og ekki fyrr en farið var að nota gufuskip og sprengiskutla til hvalveiða. Það var 1885 sem Norðmenn hófu veiðar á Norður-Atlantshafi,en það var þó ekki fyrr en öðrum stærri tegundum (steypireyði og langreyði) hafði fækkað mjög sem veiðar á sandreyði færðust í aukana. Óvíst er um heildarfjölda enda hafa skipulagðar talningar á sandreyði ekki farið fram í áratugi. Við hvalatalningu árið 2015 var talið að rúmlega 10.000 dýr lifðu í Norður-Atlantshafi.[3]
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Reilly, S.B., Bannister, J.L. og fl., 2008
- ↑ Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson 1997
- ↑ Ágúst Ingi Jónsson, „Yfir 300 þúsund stórhveli í N-Atlantshafi“, Mbl.is 24. janúar 2021 (skoðað 7. október 2021).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Ásbjörn Björgvinsson og Helmut Lugmayr, Hvalaskoðun við Ísland (Reykjavík: JPV Útgáfan, 2002).
- Bjarni Sæmundsson, Íslensk dýr II: Spendýrin. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík, 1932, 437 bls.
- Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, Seasonal abundance of and estimated food consumption by cetaceans in Icelandic and adjacent waters. J. Northw. Atl. Fish. Sci 22: 271-287, 1997
- Páll Hersteinsson (ritsj.), Íslensk spendýr (Vaka-Helgafell 2005). ISBN 9979-2-1721-9
- Reeves, R., B. Stewart, P. Clapham og J. Powell, National Audubon Society Guide to Marine Mammals of the World (New York: A.A. Knopf, 2002). ISBN 0-375-41141-0.
- Reilly, S.B., J.L. Bannister, P.B. Best, M. Brown, R.L. Brownell Jr., D.S. Butterworth, P.J. Clapham, J. Cooke, G.P. Donovan, J. Urbán, og A.N. Zerbini, „Balaenoptera borealis“, 2008 IUCN Red List of Threatened Species (IUCN 2008).
- Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal, Jón Baldur Hlíðberg, Íslenskir hvalir fyrr og nú (Forlagið, 1997).
- Stefán Aðalsteinsson, Villtu spendýrin okkar (Reykjavík: Bjallan, 1987).
- Tausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600-1939. Sagnfræðirnnsóknir, Studia Historica 8. bindi (ristjóri Bergsteinn Jónsson) Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1987