Fara í innihald

Guðmundur J. Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Jóhann Guðmundsson (f. í Reykjavík 22. janúar 1927, d. 12. júní 1997), oft nefndur Guðmundur Jaki eða Gvendur Jaki, var íslenskur stjórnmálamaður og verkalýðsleiðtogi. Hann var þingmaður Alþýðubandalagsins á árunum 1979-87.

Guðmundur stundaði nám við gagnfræðiskóla á árunum 1941-44. Hann sótti ekki frekar nám en vann sem verkamaður og lögreglumaður á Siglufirði 1946-50. Hann réðist til starfa hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún árið 1953. Hann starfaði í miðstjórn Sósíalistaflokksins árin 1954-67 sem og Alþýðubandalagsins árin 1956-87.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.