Kvæðamannafélagið Iðunn - 100 íslensk kvæðalög
Kvæðamannafélagið Iðunn - 100 íslensk kvæðalög | |
---|---|
SG - 122 | |
Flytjandi | Kvæðamannafélagið Iðunn |
Gefin út | 1979 |
Stefna | Rímnalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Sigurður Árnason |
Hljóðdæmi | |
Kvæðamannafélagið Iðunn - 100 íslensk kvæðalög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1979. Hljómplata þessi er gefin út í tilefni af 50 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Iðunnar, hinn 15. september 1979. Menntamálaráðuneytið veitti Iðunni styrk í því tilefni. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni hf. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Umsjón með öllum flutningi hafði Njáll Sigurðsson. Hönnun umslags: Örlygur Richter. Textasetning: Prentstofan Blik hf. Prentun umslags: Grafík hf.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Ýmsar vísur: - 1. Vilji og einhver vinur kær. (Þorsteinn Erlingsson). - 2. Svefninn býr á augum ungum.(Sigurður Breiðfjörð). - 3. Lífs mér óar öldu skrið. (Sveinn Hannesson frá Elivogum). - 4. Uppvaknaður óðar blað og penna. (Sigurður Breiðfjörð). - 5. Þér er lagin þögnin ein. (Þorsteinn Erlingsson). - 6. Hugann þjá við saltan sæ. (Sveinbjörn Björnsson). - 7. Oftast svellin örlaga. (Herdís Andrésdóttir). - 8. Vertu ei smæðin smæðanna. (Krístín Björnsdóttir). - 9. Drekkur smári dauðaveig. (Valdimar K. Benónýsson). - 10. Þú ert hljóður þröstur minn. (Þorsteinn Erlingsson).
- Hestavísur: - 11. Númi hvítum hesti reið. (Sigurður Breiðfjörð). - 12 Taumar leika mér í mund. (Séra Jakob Guðmundsson). - 13. Glóð í augum, glettni í svip. (Sigurdís Jóhannesdóttir). - 14. Áfram þýtur Litla Löpp. (Páll Ólafsson). - 15. Ég er karl og förlast flest. (Páll Ólafsson). - 16. Rauður þétt í reiðar glaum. (Péturín Jóhannsdóttir). - 17. Heyra brak og bresti má. (Jón Ásgeirsson). - 18. Þá kom stund af þýðum sprettum. (Stephan G. Stephansson). - 19. Brestur vín og brotnar gler. (Vigfús Runólfsson). - 20. Lyngs við bing á grænni grund. (Höfundur ókunnur).
- Drykkjuvísur: - 21. Ævin mín er eintómt hlaup. (Björn S. Blöndal). - 22. Lotinn standa leit ég mann. (Böðvar Guðlaugsson). - 23. Að drekka vín er dýrðlegt hnoss. (Ásgeir Jónsson). - 24. Nú er hlátur nývakinn. (Jón Ásgeirsson. - 25. Flaskan oft mér leggur lið. (Haraldur Hjálmsson). - 26. Flaskan villu veilum bjó. (Þorbergur Þorsteinsson). - 27. Ég hef selt hann yngri rauð. (Páll Ólafsson). - 28. Þegar háar byljur böls. (Jón S Bergmann). - 29. Drýgja vinn ég varla synd. (Jónas Jónsson, Torfmýri). - 30. Girndin logar. girndin brennur. (Ágúst Vigfússon).
- Ástavísur: - 31. Eftir þinni ástarþrá. (Andrés Valberg). - 32. Þó að kali heitur hver. (Vatnsenda-Rósa). - 33. Á vara þinna bergði ég brunni. (Grímur Thomsen). - 34. Uni hjá mér hringaslóð. (Sigurður Breiðfjörð). - 35. Þegar ég tók í hrundar hönd með hægu glingri. (Sigurður Breiðfjörð). - 36. Láttu brenna logann minn. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum). - 37.Þangað leita ég einatt ef. (Jóhannes úr Kötlum). - 38. Ég vildi ég fengi að vera strá. (Páll Ólafsson). - 39. Engir menn því orkað fá. (Sigurður Breiðfjörð). - 40. Til þín fer mitt ljóðalag. (Einar Benediktsson).
- Haust og vetrarvísur: - Setjumst undir vænan við, (Steingrímur Thorsteinsson). - 42. Blómin falla bleik í dá. (Jón S. Bergmann). - 43. Syrgi ég liðna sumartíð. (Guðfinna Þorsteinsdóttir , Erla). - 44. Man ég fyrrum þyt á þökum. (Jóhannes úr Kötlum). - 45. Fagra haust þá fold ég kveð. (Steingrímur Thorsteinsson). - 46. Degi hallar hafs að djúpi. (Guðrún Árnadóttir). - 47. Ofan gefur snjó á snjó. (Bólu-Hjálmar). - 48. Í norðurskugga skammdeginu. (Jón Þorkelsson, Fornólfur). - 49. Hér drengja hópur stór. (Sigurbjörn K. Stefánsson). - 50. Gluggar frjósa, glerið á. (Páll Ólafsson)
- Vor og sumarvísur: - 51. Vorið góða, grænt og hlýtt. (Jónas Hallgrímsson). - 52. Vora tekur, árla er. (Stefán frá Hvítadal). - 53. Líttu á hvernig ljósið ber. (Guðrún Árnadóttir). - 54. Hlusti ég lengi hrifinn verð. (Gísli Ólafsson). - 55. Tálið margt þó teflum við. (Herdís Andrésdóttir). - 56. Bráðum kemur betri tíð með blóm i haga. (Halldór Laxness). - 57. - Vorið blakar blítt við kinn. (Höfundur ókunnur). - 58. Himinstóli háum frá. (Herdís Andrésdóttir). - 59. Ég er að horfa hugfanginn. (Gísli Ólafsson). - 60. Ég ætla að heilsa heim frá þér. (Þorsteinn Erlingsson).
- Sjávar og siglingavísur: - 61. Brugðinn naðinn bar ég fyrr. (Stefán trá Hvítadal). - 62. Suður með landi sigldu þá. (Séra Hannes Bjarnason á Ríp). - 63. Lindir tærar streyma um storð. (Guðmundur Friðbjörnsson). - 64. Hrönn sem brýtur harða strönd. (Hjálmar Lárusson). - 65. Oss vill gleypa aldan há. (Björn Jóhannsson). - 66. Vör þó mæti kaldra kossa. (Valdimar K Benónýsson). - 67. Þó að Ægir ýfi brá. (Örn Arnarson). - 68. Fjallavindur fleygið knýr. (Benedikt Einarsson). - 69. Sótt er fast á sílabing. (Andrés Valberg). - 70. Hlustir þú á höfgan nið. (Kristján Ólason)
- Dægurvísur: - Birta tekur, blæju svartri bregður gríma. (Jón Thoroddsen). - 72. Þolið blærinn þýtur senn.(Adam Þorgrímsson, Nesi). - 73. Er sem leiði um árdagsstund. (Sveinbjörn Björnsson). - 74. Ljósið fæðist, dimman dvín. (Sigurður Breiðfjörð). - 75. Dýrin víða vaknað fá. (Sigurður Breiðfjörð). - 76. Úða þakin glitrar grund. (Jóhann Garðar Jóhannsson). - 77. Það mér tíðum yndi ól. (Herdís Andrésdóttir). - 78. Daggir falla, dagsól alla kveður (Bjarni Jónsson frá Akranesi). - 79. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt. (Trausti Á. Reykdal). - 80. Stjörnur háum stólum frá.(Þorsteinn Erlingsson).
- Til Stökunnar: - Ferskeytlan er frónbúans. (Andrés Björnsson). - 82. Allt sem þjóðin átti og naut. (Sleingrímur Baldvinsson, Nesi). - 83. Út um heim og langar leiðir landið kringum (Hallgrímur Jónasson). - 84. Er skáldum arnarfleygum. (Jón S. Bergmann). - 85. Hver af öðrum orti svona ættarliður. (Hallgrímur Jónasson). - 86. Kom þú sæl og sit þú heil á söngva meiði. (Ólína Andrésdóttir). - 87. Brýni kallinn bragsköfnung. (Eiríkur Jónsson). - 88. Stemma og ríma reyna á ný. (Sigurbjörn K. Stefánsson). - 89. Meðan einhver yrkir brag. (Jón S. Bergmann). - 90. Falla tímans voldug verk. (Einar Benediktsson).
- Ýmsar vísur: - 91. Veröld fláa sýnir sig. (Látra-Björg). - 92. Þó mér sitthvað þætti að. (Halldóra B. Björnsson). - 93. Skuggatjöld um fell og fit. (Sveinbjörn Björnsson). - 94. Upp nú standi ýtar hér. (Valdimar K. Benónýsson). - 95. Þó að vandinn veiki þrótt. (Jóhann Garðar Jóhannsson). - 96. Ég hef kynnst til þrautar því. (Grímur Sigurðsson). - 97. Ég elska flóa og vötn þín við. (Höfundur ókunnur). 98. Þó að knýi andbyr á. (Jón S. Bergmann). - 99. Nótt að beði sígur senn. (Höfundur ókunnur). - 100. Höldum gleði hátt á loft. (Höfundur ókunnur)
Flytjendur
[breyta | breyta frumkóða]Andrés Valberg: Nr 15. 19.31.67,69.72. - Grímur Lárusson: Nr. 1.2.3.16.21.30.38.41.45.50.51.53.54.60.65.70.81.96.98.99.100. - Guðmundur Ágústsson: Nr 1.2.3.8. 20. 22.28.33.35.39.41.49.50.51.54.60.80.90.98.99.100. - Ingþór Sigurbjörnsson: Nr.12.44.47.63.66.79.92.94. - Magnea Halldórsdóttlr: Nr.55.71.85. - Magnús Jóhannsson: Nr 1.2.3.9.11.14.18.24.34.40.41.43.45.50.51.52.54.57.59.60.68.76.78.82.84.87.93.97.98.99.100. - Njáll Sigurðsson: Nr 1.2.3.4.13.17.25.27.29.32.37.41.42.45,46.50.51.54.56.58.60.62.64.75.77.83.88.91.95.98.99.100. - Ormur Ólafsson: Nr.1.2.3.5.7.10.23.26.41.45.48.50.51. 54.60.74.86.98.99.100. - Ragnheiður Magnúsdóttir: Nr.36.61.73.89
Sögulegt yfirlit
[breyta | breyta frumkóða]Sögulega séð er Ísland að einu leyti í merkilegri sérstöðu meðal landa. Það var óþekkt og óbyggt þangað til fyrir aðeins ellefu öldum Á svonefndri víkingaöld fluttist þangað fólk af Norðurlöndum og að einhverju leyti einnig frá Bretlandseyium. Sérstaðan er fólgin í því að á Íslandi bjó aldrei frumstætt fólk, heldur fluttist þangað fólk, sem átti tiltölulega háþróaða menningarheild, samfélagsskipan. réttarfar og listmenntir. Íslendingar búa enn á vorum dögum að þeim arfi, sem landnemarnir, forfeður þeirra, höfðu með sér handan um haf.
Íslendingar lifðu í hreinræktuðu bændasamfélagi frá upphafi og fram á 19. öld. þegar bæir loks tóku að myndast í bændasamfélaginu þreifst margþætt menning, innan þeirra takmarka, sem strjálbýlið og skortur á þéttbýliskjörnum hlutu að setja. Ýmsar listir stunduðu þeir með góðum árangri og það merkilega gerðist, að sumt í hinni fornu norrænu menningararfleifð varðveittu Íslendingar lengur og betur en frændur þeirra í nágrannalöndunum. Þetta á öllu fremur við skáldkaparlistina, sem landnámsmenn fluttu með sér til nýja landsins í sínu háþróaða fasta formi. Hún varð íþrótt íþrótta á Íslandi, og raunar ekki aðeins bundið mál, heldur orfðsins list í viðtækri merkingu. Þráðurinn, sem tengir íslenskan skáldskap við forngermanska hefð hefur ekki slitnað fram á þennan dag. Skáldskapur er til þess að fara með hann í heyranda hljóði, og efalítið hefur einhvers konar hljómlist haldist í hendur við hann frá upphafi, þótt erfiðara sé að rekja sögu hennar. Íslendingar hafa sungið eins og allir aðrir og þegið á því sviði áhrif frá útlöndum en um leið varðveitt kjarna þjóðlegrar hefðar gegnum aldirnar. Ein var sú grein á íslenskum skáldskaparmeiði, sem hófst á miöðldum og lifði síðan góðu lífi fram á 20. öld, langir sögulegir kvæðabálkar, sem nefndust rímur. Efnið gat verið dramatískar sögur af köppum og hetjum, grátsárar ástarsögur frá riddaraöldum, eða blátt áfram rómanar eins og þeir voru tíðkanlegir á hverjum tíma. Sögunum var snúið í bundið mál, yfirleitt undir stuttum hnitmiðuðum háttum, rímnaháttum, sem smám saman urðu fjölmargir í nýjum og nýjum tilbrigðum. Þótti sjálfsagt að skipta hinum löngu kvæðaflokkum niður í bálka, sem hver var þá undir sínum hætti til skemmtilegrar tilbreytingar, því að í einum rímnaflokki gátu erindin skipt mörgum hundruðum, ef ekki þúsundum. Liðug rímnaskáld voru mikils metin fyrir íþrótt sína og urðu sum átrúnaðargoð almennings, eins konar þjóðhetjur. Rímnaflokkarnir voru kveðnir eða hálfsungnir í heyranda hljóði. Til þess völdust helst góðir raddmenn og fjölvísir um rimnalögin eða stemmurnar, sem kveðnar voru við hvern bragarhátt. Um góða kvæðamenn er sömu sögu að segja og rímnaskáldin, að þeir voru dáðir og eftirsóttir. Sú var ein helsta skemmtan á löngum vetrarkvöldum í strjálum byggðum Íslands, að fólkið sat við vinnu sína í baðstofu og hlustaði á rímnakveðskap. Í honum fór saman skáldskapur af fornri norrænni og germanskn rót og söngur eða framsögn, sem a. m. k. að einhverju leyti sótti sérkennileik sinn í fornar hefðir á því sviði. Og eins og fjölbreytni bragarháttanna jókst í meðförum skáldanna. þannig urðu og til ný og ný rímnalög hjá kvæðamönnunum, en lutu þó öll þeim lögmálum, sem giltu í þessari tegund tónlistar. Nú kveða íslendingar ekki lengur langa rímnaflokka eins og fyrr á tíð. Enn er þó sá siður að varpa fram stökum undir hinum gömlu háttum í góðu gildi. En rímnakveðskapur sem þjóðarskemmtan hefur að heita má lagst niður á 19. og 20. öld. Svo hlaut að fara á nýjum tímum fjölmiðlaaldar. En mörgum þótti sárt að sjá þessa menningararfleifð fara forgörðum með öllu Því var það árið 1929 að áhugamenn tóku höndum saman og stofnuðu félag til þess að halda við og safna Íslenskum rímnalögum og iðka þau á hinn gamla þjóðlega hátt. Félagið nefnist Kvæðamannafélagið Iðunn og er nú fimmtugt, í tilefni af því hefur það tekið saman efni á þessa hljómplötu. Að yrkja og kveða rímur var á fyrri öldum ákaflega veigamikill þáttur í íslenskri alþýðumenningu, runnin af rótum þess arfs, sem landnámsmenn komu með til landsins fyrir ellefu öldum. Hver sá, sem ann íslenskum erfðum og vill að um þær sé hirt og að þær beri ávöxt með öldum og óbornum í landi voru, hlýtur að vera þakklátur þeim mönnum, sem af ást og eldmóði hafa síðastliðin fimmtiu ár hlúð að hinni fornu íþrótt, sem svo margan dimman dag hefur stytt og gert hærra til lofts og víðara til veggja í svo margri þröngri baðstofu í landi voru á liðnum öldum. |
||
Historical view
[breyta | breyta frumkóða]From a historical point of view Iceland's position among countries is in one respect unique. Until only eleven centuries ago it was unknown and uninhabited. People settled there, during the so-called Viking Age. from Skandinavia and to some extent also from the British Isles. The uniqueness of its position is to be found in the fact that the country was never the home of primitive people; its first settlers were on a relatively high level of culture, social organization, and legal and artistic development. To this day the lcelanders have lived with the heritage which their forefathers brought with them across the ocean.
From the beginning and well into the nineteenth century, when urban centres first began to be formed, the lcelanders lived in a purely agricultural society. In this society a varied culture was maintained, within the limitations imposed by rural life and a lack of urban facilities. Serveral arts flourished. And what is more remarkable is that elements of the ancient nordic cultural heritage were preserved both longer and more completely by the lcelanders than by their Scandinavian cousins in neighbouring countries. This applies above all to the art of poetry, which the lcelandic settlers brought with them to their new home in a highly developed and established form. This became the art of arts in lceland: and not only verse-making, but theart of the word in its widest possible sense. The continuity of lcelandic poetry with its old Germanic origins has not been broken to the present day. Poetry exists to be heard, and there is little doubt that from the start it was associated with music of some kind, though the history of this is less easily traced. Like others, the lcelandic people sang, and were subject to influences from other lands in this field, but at the same time they preserved a nucleus of national tradition through the centuries. One branch from the parent stock of lcelandic poetry was put forth in the Middle Ages, and continued to flower into the present century: the cycles of long epic lays known as rímur. The themes might be dramatic narratives of champions and heroes, plaintive romances from the age of chivalry, or plain, unvarnished fiction of the kind that has flourished in every century. The stories were told in verse. generally in short an concentrated metrical forms: the rímur-metres, which gradually developed a profusion of new variations. It was thought appropriate to divide these long sets of verses into sections, each with its own metrical form, in order to offer a pleasing element of variety, for one set might contain many hundreds, or evern thousands, of verses. Skilled composers of rímur were highly esteemed for their craft, and some became popular legends and national heroes of a kind. The sets of rímur were intoned or chanted to their audiences. For this men with good voices were chosen, and they had to be familiar with the multitude of chants or melodies used for each metrical form. The same may be said of good performers as of the poets they were admired and greatly sought after. One of the principai entertainments of long winter evenings in the remote rural areas of lceland, when people sat at work in the baðstofa, or communal living-room, was to listen to a performance of the rimur, combining a poetic art of ancient Nordic and Germanic origins with a singing or recital which was at least in some degree based on ancient traditions in this field. And just as the variety of metrical forms multiplied in the hands of the poets, so new chants were constantly created by the performers, though in strict conformity with all the rules that applied to this class of music. The lcelanders no longer intone long sets of rímur now as in former times, though the custom of composing verses in the old metres is still honoured. But the performance of rímur as a national entertainment virtually came to an end in the nineteenth and twentieth centuries. This was bound to happen in an age of mass media. However, there were many who were sorry to contemplate the total loss of this cultural legacy. Thus it was that ín 1929 a group of enthusiasts joined forces to save and collect lcelandic rímur-chants and to practise them in the traditional manner. They formed a society called Kvæðamannafélagið Iðunn, which now celebrates its fiftieth anniversary. In honour of the occasion the society has collected material for this record. To compose and perform rímur was an extremely important element of popular culture in past centuries, originating in the heritage brought by the first settlers to lceland eleven hundred years ago. Anyone who cares for the lcelandic heritage, and wishes it to survive and bear fruit in future ages and among unborn generations, must recognise a debt of gratitude to the men who, in the past half-century, have tended with love and enthusisam this ancient art: an art which for many a dark day served to eke out tedious hours, raising the roof and widening the walls of so many a cramped baðstofa in our land during bygone ages. |
||