Fara í innihald

Jón Þorkelsson forni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fornólfur)

Jón Þorkelsson forni (16. apríl 1859 – 10. febrúar 1924) var forstöðumaður Landsskjalasafns (Þjóðskjalasafns) til dauðadags 1924. Hann var stundum nefndur Jón Þorkelsson yngri til aðgreiningar frá Jóni Þorkelsssyni rektor (1822-1904) [1]. Hann notaði skáldaheitið Fornólfur.

Hann var fæddur árið 1859 í Ásum í Skaftártungu, varð stúdent úr latínuskólanum í Reykjavík 1882 og lauk kandídatsprófi í norrænum fræðum frá Hafnarháskóla árið 1886 og doktorsprófi þaðan árið 1888. Hann var ljóðskáld og gaf ljóð sín út undir nafninu Fornólfur. Árið 1923 kom út Vísnakver Fornólfs.

Sonur Jóns forna var Guðbrandur Jónsson prófessor og bókavörður við Landsbókasafnið.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]