Súlú
Útlit
Súlú isiZulu | ||
---|---|---|
Málsvæði | Suður-Afríka, Lesótó, Esvatíní | |
Heimshluti | Suðaustur-Afríka | |
Fjöldi málhafa | Móðurmál: 12 milljónir Annað mál: 16 milljónir | |
Ætt | Nígerkongó Atlantshafs-Kongómál | |
Skrifletur | latneskt | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Suður-Afríka | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | zu
| |
ISO 639-2 | zul
| |
ISO 639-3 | zul
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Súlú (isiZulu) er suðurbantúmál í ngúní-ætt talað í Suður-Afríku af Súlúum. Um það bil 10 milljónir manns hafa súlú af móðurmáli, en flestir þeirra búa í héraðinu KwaZulu-Natal. Súlú er útbreiddasta heimamálið í Suður-Afríku (24% íbúa) en 50% íbúa hafa einhverja færni í málinu. Árið 1994 var það gert að opinberu máli í Suður-Afríku ásamt 10 öðrum málum.
Súlú er annað mest talaða bantúmálið á eftir svahílí. Eins og önnur bantúmál er súlú ritað með latneska stafrófinu.