Rauðhólar
Útlit
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Rauðhólar.
Rauðhólar eru þyrping gervigíga við Elliðavatn í útjaðri Reykjavíkur og tilheyra Heiðmerkursvæðinu. Gervigígarnir mynduðust fyrir um 5200 árum þegar Elliðaárhraun rann yfir votlendi og út í vatn sem fyrir var. Hvellsuða í vatninu undir glóandi hrauninu, gufusprengingar og gufugos mynduðu gjallgíga á yfirborði hraunsins. Upphaflega voru gígarnir um 80 talsins en hefur fækkað síðustu áratugi sökum efnistöku. Mestur hluti efnisins var nýttur í Reykjavíkurflugvöll á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Rauðhólar hafa verið friðlýstir frá árinu 1961 og fólkvangur frá árinu 1974.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Norðurferðir - Rauðhólar Reykjavík“. Sótt 14. ágúst 2009.
- Kristján Sæmundsson, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson, Sigurður Garðar Kristjánsson og Magnús Á. Sigurgeirsson (2010). Jarðfræðikort af Suðvesturlandi 1:100.000. Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR).