Hrútey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft út í Hrútey.

Hrútey er fólkvangur við Blönduós sem friðuð var árið 1975. Eyjan stendur í miðri Blöndu. Blönduóshreppur keypti eyjuna árið 1923 af bænum Klifum og friðaði fyrir beit árið 1933. Skógrækt hófst þar árið 1942 og árið 2003 lýsti Skógræktin yfir opnum skógi þar. Birki og stafafura eru algeng tré. Göngubrú er út í eyna (núverandi brú er frá 1988).

Hrútey er friðuð 20. apríl til 20. júní vegna fuglavarps.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]