Fara í innihald

Gervigígur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervigígar við Mývatn

Gervigígur er náttúrufyrirbæri sem líkist eldgígi en er án gosrásar. Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votan jarðveg á borð við mýri eða grunnt stöðuvatn. Vatnið nær að lokast inni í eða undir hrauninu og skapa mikinn gufuþrýsting. Að lokum springur hraunþekjan og eftir verður gíglaga hóll. Gervigígar standa gjarnan margir saman í þyrpingum.

Þekktir eru gervigígarnir í Mývatni sem mynduðust þegar Laxárhraun yngra rann fyrir rúmum 2000 árum. Stærstur gervigíganna við Mývatn er Geitey sem nær 30 m hæð yfir vatnsborðið. Rauðhólar ofan við Reykjavík er annað dæmi um gervígíga en þeir mynduðust þegar Leitahraun rann yfir votlendi fyrir um 5200 árum Gervigígar hafa einnig fundist á Mars og þykir það benda til þess að þar hafi eitt sinn runnið vatn.

  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson (2008). Almenn Jarðfræði. Iðnú.
  • Kristján Sæmundsson, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson, Sigurður Garðar Kristjánsson og Magnús Á. Sigurgeirsson (2010). Jarðfræðikort af Suðvesturlandi 1:100.000. Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR).
  • „Pseudocrater á ensku Wikipediu“. Sótt 14. ágúst 2009.