Álfaborg
Útlit
Álfaborg er klettaborg á Borgarfirði eystra, rétt innan við þorpið Bakkagerði, fyrir miðjum botni víkurinnar. Fjörðurinn er kenndur við borgina, sem var friðlýst sem fólkvangur árið 1976.[1]
Mikil huldufólkstrú er tengd Álfaborg og er sagt að þar búi álfadrottning Íslands. Álfabyggðir eru sagðar vera víða við Borgarfjörð og nágrenni og var kirkja álfanna að sögn í Kirkjusteini á Kækjudal, inn af Borgarfirði.
Göngustígur liggur upp á Álfaborg og þar er hringsjá sem sýnir allan fjallahringinn umhverfis Borgarfjörð. Við borgina er tjaldstæði.