Rúpía
Útlit
Rúpía (₨ eða Rs) er heiti á gjaldmiðli Indlands, Pakistan, Srí Lanka, Nepal, Máritíus og Seychelleseyja auk Indónesíu og Maldíveyja. Heitið er dregið af orði í sanskrít, rūp eða rūpā sem merkir silfur. Pakistanska og indverska rúpían skiptast í hundrað paísa.