Rögnvaldur Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rögnvaldur hannaði meðal annars Húsavíkurkirkju. Kirkjan er ein af þremur krosskirkjum Rögnvaldar. Hinar tvær eru kirkjan á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kirkjan í Hjarðarholti í Laxárdal (Dalasýslu).

Rögnvaldur Ólafsson (5. desember 187414. febrúar 1917) var íslenskur húsameistari (arkitekt). Hann var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist og raunar fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust.

Rögnvaldur fæddist á Ytrihúsum í Dýrafirði (Vestfjörðum). Faðir hans var Ólafur bóndi Sachariasson og móðir hans Veronika Jónsdóttir. Rögnvaldur byrjaði nám nokkuð gamall. Hann lærði undir skóla hjá Þorvaldi Jónssyni prófasti á Ísafirði. Hann stundaði svo nám við Latínuskólann í Reykjavík. Þar hóf hann nám árið 1894 og var efstur námsmanna við útskrift árið 1900 og útskrifaðist sem utanskólasveinn. Fjórum árum síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar til að nema húsgerðalist og fékk til náms nokkurn stuðning af landsfé. Lagði hann sig þar um hríð af miklu kappi eftir því námi, en sem nokkuð leið, tók hann að kenna heilsubilunar, sem síðar átti eftir að draga hann til dauða. Ágerðist sjúkleiki hans svo mjög, að hann hélt aftur til Íslands árið 1904. Starfaði hann þar til hann lést á Vífilsstaðaspítala.[1]

Eitt af þekktari verkum Rögnvaldar er Húsavíkurkirkja sem var vígð 2. júní 1907. Hún er krosskirkja, byggð úr norskum viði. Edinborgarhúsið á Ísafirði sem er timburhús reist 1907. Nokkur önnur verk hans voru: Vífilsstaðaspítali sem var reistur 1908, Bíldudalskirkja, sem er steinhús og Þingeyrarkirkja sem er einnig steinhús og í gotneskum stíl.[2][3] Þá eru skrifstofur forsetaembættisins til húsa í einni af byggingum Rögnvaldar, Sóleyjargötu 1.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari (minningargrein), Morgunblaðið, 16. febrúar 1917, bls. 1-2
  2. Kirkjur Rögnvaldar Ólafssonar, Lesbók Morgunblaðsins, 18. desember 1995, bls. 4-8
  3. Rögnvaldur Ólafsson húsameistari, Lesbók Morgunblaðsins, 23. desember 1973, bls. 2-4+23

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.