Róska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Ragnhildur Óskarsdóttir (31. október 194013. mars 1996) best þekkt undir listamannsnafninu Róska var íslensk listakona, kvikmyndagerðarkona, kommúnisti og femínisti. Hún lærði myndlist og kvikmyndagerð í Prag og Róm á Ítalíu þar sem hún bjó lengst af. Eitt af einkennismerkjum hennar eru hárauðar varir sem koma fyrir í mörgum myndum hennar.

Hún gerði eða átti þátt í gerð myndanna L'impossibilità di recitare Elettra oggi (1970), Sóley (1982) og Ólafur Liljurós meðal annarra, auk sjö heimildamynda um Ísland fyrir ítalska ríkissjónvarpið (RAI) á áttunda áratugnum.

Hún var þekkt fyrir róttækar stjórnmálaskoðanir sínar, sem komu einnig skýrt fram í verkum hennar, var meðlimur í Æskulýðsfylkingunni og tók þátt í að ráðast inn í sjónvarpssal Keflavíkursjónvarpsins á Keflavíkurstöðinni árið 1969 og úða þar málningu á linsur tökuvélanna. Í Róm var hún virkur þátttakandi í hópum vinstrimanna og anarkista og tók meðal annars þátt í fjögurra mánaða setuverkfalli ásamt manni sínum Manrico Pavolettoni í smábænum Fabbrico nálægt Reggio Emilia á Norður-Ítalíu árið 1968.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.