Pólýnesísk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pólýnesísk tungumál
Ætt Malay-pólýnesískt
 Úthafsmál
  Pólýnesískt
Frummál Frumpólýnesíska
Undirflokkar Tongversk mál
Pólýnesísk mál eru merkt ólífugrænu

Pólýnesísk mál eru ætt tungumála sem eru töluð í Pólýnesíu og í keðju afskekktra eyja sem nær allt frá Míkrónesíu til svæðisins norðaustan við Salómonseyjar og í hlutum Vanúatú. Pólýnesísk mál flokkast til úthafsmála sem er grein ástrónesískra mála. Pólýnesíubúar eiga sameiginleg menningarheim sem á rætur sínar að rekja til þúsund ára sambýlis á fyrstu öld e.Kr. Kjarni þessa menningarheims voru Tonga og Samóa.

Pólýnesísk mál eru um það bil fjörutíu. Þau helstu eru tahítíska, samóska, tongverksa, maóríska og hawaiíska. Sökum þess að landnám í Pólýnesíu átti sér stað tiltölulega nýlega og málin byrjuðu að klofna ekki fyrr en fyrir 2000 árum eru málin ennþá mjög svipuð og samstofna orð eru mörg. Sérhljóðakerfi málanna eru yfirleitt mjög stöðug en samanstendur næstum því alltaf af sérhljóðunum fimm a, e, i, o og u.

Sem dæmi skyldleika pólýnesískra mála má nefna orðið yfir goðsagnaættjörð Maóra, sem heitir Hawaiki á maórísku. Í Cooks-eyjum kemur raddglufulokhljóð í stað h, og v í stað w, og heitir því ‘Avaiki þar. Í Hawaii kemur raddglufulokhljóð í stað k en stærsta eyjan þar heitir Hawai‘i. Í Samóa hefur upprunalegt s varðveist og ekki breyst í h eins og í hinum málunum og stærsta eyjan þar heitir því Savai'i. Í Félagseyjum skiptust k og ng út fyrir raddglufulokhljóð og ættjörð Maóra heitir þar Havai‘i.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.