Raddglufulokhljóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Raddglufulokhljóð er samhljóð sem myndað er með því að koma í veg fyrir flæði lofts gegnum raddböndin. Í Alþjóðlega hljóðstafrófinu er táknið ⟨ʔ⟩ notað yfir raddglufulokhljóð.

Hljóðið kemur fyrir meðal annars í ensku, þar sem það finnst yfirleitt milli sérhljóða í breskri ensku (einkum á Cockney-mállýskunni í orðum eins og butter). Í bandarískri ensku er raddglufulokhljóðið hljóðbrigði /t/ milli sérhljóðs og /m/ (t.d. atmosphere) eða atkvæðisbærs /n/ (t.d. button).

  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.