Fara í innihald

Norður-Þingeyjarsýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir mörk Norður-Þingeyjarsýslu.

Norður-Þingeyjarsýsla var ein af sýslum Íslands. Sýslur eru ekki lengur stjórnsýslueining á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.

Norður-Þingeyjarsýsla er fyrir botni Öxarfjarðar og Þistilfjarðar en milli þeirra er Melrakkaslétta. Austan við Þistilfjörð er svo Langanes. Nábúar Norður-Þingeyjarsýslu eru Suður-Þingeyjarsýsla og Norður-Múlasýsla en sýslan er alls um 5380 km². Hún var fyrst nefnd í skjali frá árinu 1550.

Náttúrufar

[breyta | breyta frumkóða]

Engar eyjar eru fyrir ströndu sýslunnar en Melrakkaslétta er öll vogskorin. Þá er Tjörnesströndin sæbrött sem og Langanes framanvert. Sýslan er öll nokkuð láglend og hækkar inn til landsins.

Mesta á sýslunnar er Jökulsá á Fjöllum sem rennur í mörkum að vestanverðu. Þá falla nokkrar stórar ár í Þistilfjörð en Hafralónsá er þeirra mest. Stöðuvötn eru nokkur, sérstaklega á Sléttunni, og er Hraunhafnarvatn þeirra mest.

Láglendi sýslunnar er yfirleitt gróið og eru uppsveitirnar þurrlendar. Mýrafláka er að finna austan til i og á Melrakkasléttu. Í Kelduhverfi eru starengjar. Í Öxarfirði eru náttúrulegir skógar en þeir eru einnig víðar. Gróið land er alls 1914 km² sem er um 35% flatarmálsins.

Stjórnsýsla

[breyta | breyta frumkóða]

Í Norður-Þingeyjarsýslu eru þéttbýlisstaðirnir Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn. Byggist afkoma þeirra á útgerð og þjónustu. Þá lifa íbúar sveitanna á landbúnaði, sérstaklega sauðfjárrækt.

Norður- og Suður-Þingeyjarsýslur eru eitt lögsagnarumdæmi saman og situr sýslumaður á Húsavík. Saman eru þær einnig eitt prófastsdæmi. Prestaköllin eru:

  • Skinnastaðarprestakall; með kirkjum að Skinnastað, Garði í Kelduhverfi og Snartarstöðum í Núpasveit
  • Raufarhafnarprestakall; krikjustaður Raufarhöfn
  • Sauðanesprestakall; með kirkjustöðunum Sauðanesi og Svalbarði

Víðihóll á Fjöllum er útkirkjustaður frá Skútustaðaprestakalli í Suður-Þingeyjarsýslu.

Sveitarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirtalin sveitarfélög eru í sýslunni (fyrrverandi innan sviga):