Fara í innihald

Þórshafnarhreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórshafnarhreppur á árunum 1994-2006
Þórshafnarhreppur á árunum 1947-1994

Þórshafnarhreppur var hreppur í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann var stofnaður 1. janúar 1947 þegar kauptúnið Þórshöfn var skilið frá Sauðaneshreppi. Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 11. júní 1994, þá undir nafni Þórshafnarhrepps. Varð hreppurinn þar með 728 km² að flatarmáli og náði yfir mestallt Langanes og heiðarnar milli Hafralónsár og sýslumarka.

Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur og landbúnaður. Íbúafjöldi 1. desember 2005 var 417.

Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Þórshafnarhreppur Skeggjastaðahreppi undir nafninu Langanesbyggð.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.