Fara í innihald

Norræna sjö ára stríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Umsátur Dana um Älvsborg.

Norræna sjö ára stríðið eða sjö ára stríðið á Norðurlöndunum (til aðgreiningar frá sjö ára stríðinu á 18. öld) var stríð sem háð var milli Svíþjóðar og bandalagi Danmerkur, Lýbiku og Pólsk-litáíska sambandsins frá 1563 til 1570. Orsök stríðsins var tilraun Friðriks 2. Danakonungs til að endurreisa Kalmarsambandið, sem leið undir lok 40 árum fyrr, með því að leggja Svíþjóð undir sig. Eiríkur 14. Svíakonungur reyndi hins vegar að veikja stöðu Dana í Eystrasalti. Konungarnir tveir voru náfrændur. Mæður þeirra, Dórótea af Saxe-Lauenburg og Katrín af Saxe-Lauenburg, voru systur.

Stríðið stóð lengi og olli miklu mannfalli í báðum liðum. Svíum gekk betur í sjóorrustum, undir stjórn Klas Horn, en Danir herjuðu miskunnarlaust á Smálönd og Austur-Gautland undir stjórn Daniel Rantzau. Svíar lögðu undir sig norsku héruðin Jamtaland og Herjadal og herjuðu á Þrándheim, en tókst ekki að halda Bohusléni. Árið 1568 gerði hálfbróðir Eiríks, Jóhann, uppreisn og rændi völdum í Svíþjóð. Jóhann hóf strax friðarviðræður við Dani.

Stríðinu lauk með friðarsamningum í Stettin 13. desember 1570 sem kvað á um status quo ante bellum („óbreytta stöðu frá því fyrir stríð“) þannig að öllum hernumdum svæðum var skilað. Danir staðfestu yfirráð sín yfir Eystrasalti og fengu gríðarhátt lausnargjald fyrir virkið Älvsborg við Skagerrak, en mistókst að endurreisa Kalmarsambandið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.