Andhetja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viggó viðutan.

Andhetja er söguhetja sem skortir hefðbundna eiginleika hetjunnar, eins og ósérhlífni, siðferðisstyrk og hugrekki. Andhetjan gerir oft hetjulega hluti, en af siðferðilega röngum ástæðum, eins og sjálfselsku eða klaufaskap. Andhetjan dregur bæði fram og setur spurningarmerki við hefðbundin siðferðisviðmið. Fjölmörg dæmi um andhetjur er að finna í heimsbókmenntunum frá öllum tímum. Frægar andhetjur eru meðal annars Grettir Ásmundarson, Hallgerður langbrók og Skarphéðinn Njálsson, Don Kíkóti, Stikilsberja-Finnur, Scarlett O'Hara, Andrés Önd, Jóakim Aðalönd, Batman, Kattarkonan, Refsingarmaður, Grettir og Viggó viðutan.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]