Mikheil Saakashvili

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mikheil Saakashvili

Mikheil Saakashvili (f. 21. desember, 1967) er georgískur og úkraínskur stjórnmálamaður sem var forseti Georgíu á árunum 2004-2007 og 2008-2013.

Saakashvili var einn af leiðtogum rósabyltingarinnar, friðsamlegrar mótmælahreyfingar sem leiddi til þess að forsetinn Eduard Sjevardnadse hrökklaðist frá völdum í lok 2003.[1] Saakashvili var í kjölfarið kjörinn forseti Georgíu. Á stjórnartíð Saakashvili árið 2008 háði Georgía stutt stríð gegn Rússlandi sem leiddi til þess að Georgíumenn glötuðu öllum yfirráðum í Abkasíu og Suður-Ossetíu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jenik Radon (3. janúar 2004). „Georgíu bjargað“. Morgunblaðið.
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.