Michel Temer
Michel Temer | |
---|---|
Forseti Brasilíu | |
Í embætti 31. ágúst 2016 – 1. janúar 2019 | |
Varaforseti | Enginn |
Forveri | Dilma Rousseff |
Eftirmaður | Jair Bolsonaro |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 23. september 1940 Tietê, São Paulo, Brasilíu |
Þjóðerni | Brasilískur |
Stjórnmálaflokkur | Brasilíska lýðræðishreyfingin (Movimento Democrático Brasileiro, MDB) |
Maki | Maria Célia de Toledo (g. 1969; skilin 1987) Marcela Tedeschi (g. 2003) |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | Luciana (1970–) Maristela (1972–) Clarissa (1974–) Eduardo (1999–) Michel (2009–) |
Háskóli | Háskólinn í São Paulo |
Atvinna | Lögfræðingur, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Michel Miguel Elias Temer Lulia (f. 23. september 1940) er brasilískur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem var 37. forseti Brasilíu. Hann tók við embættinu þann 31. ágúst árið 2016 eftir að forvera hans, Dilmu Rousseff, var vikið úr embætti af brasilíska þinginu. Hann hafði verið varaforseti Brasilíu frá árinu 2011 og starfandi forseti frá 12. maí 2016, þegar Rousseff var tímabundið svipt embætti á meðan þingið ræddi um vantrauststillögu gegn henni.[1] Temer er elsti maðurinn sem hefur gegnt embættinu.
Þann 31. ágúst 2016 kaus brasilíska þingið með 61 atkvæði gegn 20 að leyfa Temer að ljúka öðru kjörtímabili Rousseff, sem lauk þann 1. janúar 2019. Í fyrstu ræðu sinni sem forseti kallaði Temer eftir því að ríkisstjórnin beitti sér fyrir „þjóðarviðreisn“ og bað brasilísku þjóðina að treysta sér.[2] Hann lýsti einnig yfir að hann hyggðist koma á umbótum í brasilíska lífeyriskerfinu og verkalögum og koma á aðhaldi í ríkisútgjöldum.[3] Sem starfandi forseti opnaði Temer sumarólympíuleikana árið 2016 í Rio de Janeiro.
Temer er viðriðinn mörg sömu spillingarmálin og leiddu til þess að Rousseff var vikið úr embætti auk þess sem hann hefur verið sakaður um mútuþægni[4][5][6][7] og hindrun á framgangi réttvísinnar. Því voru að minnsta kosti tvær tilraunir gerðar til að lýsa gegn honum vantrausti á þingi og víkja honum úr embætti[8][9] en bandamenn hans á þingi vörðu hann vantrausti til loka embættistíðar hans. Samkvæmt könnunum studdu um 81% Brasilíumanna að Temer yrði kærður og sviptur embætti líkt og Rousseff.[10] Í skoðanakönnunum mældist Temer jafnan sem einn óvinsælasti forseti í sögu Brasilíu.[11][12]
Temer bauð sig ekki fram til endurkjörs í forsetakosningunum sem fóru fram 2018 og lét því af embætti í byrjun ársins 2019. Í mars árið 2019 var Temer handtekinn vegna rannsókna á ýmsum spillingarmálum úr stjórnmálaferli hans.[13][14]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Watts, Jonathan (12. maí 2016). „Dilma Rousseff suspended as senate votes to impeach Brazilian president“. The Guardian (enska). ISSN 0261-3077. Sótt 3. september 2016.
- ↑ „Brazil impeachment: New leader Temer calls for trust“. BBC News. British Broadcasting Corporation. 13. maí 2016. Sótt 29. júlí 2018.
- ↑ Magalhaes, Luciana; Jelmayer, Rogerio (31. ágúst 2016). „Michel Temer Seeks New Start as Brazil's President“. The Wall Street Journal. ISSN 0099-9660. Sótt 3. september 2016.
- ↑ „A very meaty scandal. Leaked recordings are trouble for Michel Temer“. The Economist. Sótt 30. júlí 2018.
- ↑ Watts, Jonathan (18. maí 2017). „Brazil: explosive recordings implicate President Michel Temer in bribery“. The Guardian. Sótt 30. júlí 2018.
- ↑ „Brazil president taped discussing pay-off for witness in graft probe: O Globo“. Reuters. Sótt 30. júlí 2018.
- ↑ Phillips, Dom (17. maí 2017). „Brazil President Endorsed Businessman's Bribes in Secret Tape, Newspaper Says“. The New York Times. Sótt 30. júlí 2018.
- ↑ „Brazil Graft Probe Targets President, Markets Drop Amid Impeachment Talk“. Wall Street Journal. Sótt 30. júlí 2018.
- ↑ „Brazilian Bar Association Seeks Impeachment Of President Temer“. Channels Television. Sótt 30. júlí 2018.
- ↑ „81% dos eleitores defendem processo contra Temer, diz pesquisa Ibope“. UOL Notícias Política. Grupo Folha. 31. júlí 2017. Sótt 30. júlí 2018.
- ↑ „Brazil's Michel Temer Hits a New Low with a 2% Approval Rating“. Telesur. 21. júní 2017. Sótt 30. júlí 2018.
- ↑ Phillips, Dom (26. júní 2017). „President Michel Temer of Brazil Is Charged With Corruption“. The New York Times. Sótt 30. júlí 2017.
- ↑ Ásgeir Tómasson (21. mars 2019). „Fyrrverandi forseti Brasilíu handtekinn“. RÚV. Sótt 24. mars 2019.
- ↑ Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir (21. mars 2019). „Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni"“. Vísir. Sótt 24. mars 2019.
Fyrirrennari: Dilma Rousseff |
|
Eftirmaður: Jair Bolsonaro |