Blökkumaur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Blökkumaur
Blökkumaur að sinna ullarlúsum
Blökkumaur að sinna ullarlúsum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Yfirætt: Vespoidea
Ætt: Maurar (Formicidae)
Ættkvísl: Lasius
Tegund:
L. niger

Tvínefni
Lasius niger

Blökkumaur (fræðiheiti: Lasius niger) eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur. Þeir eru ein algengasta tegund maura í Evrópu[1] og nær útbreiðslan langt norður eftir Skandinavíu. Hann finnst þar í skógum, engjum og heiðum, oft undir steinum. Einstaka sinnum setjast þeir að í einangrun í veggjum eða fúnu trévirki í húsum.[2] Tegundin hefur einnig hefur fundist árlega frá 2002 á Íslandi og fyrst árið 1994 samkvæmt Náttúrufræðistofnun.[3]

Tegundinni hefur verið skift í tvær; L. niger, sem finnst á opnum svæðum; og L. platythorax, sem er í skóglendi.[4]

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Blökkumaur nærist helst á hunangsdögg, sem nýtist sem orkuupspretta. Til vaxtar lirfanna safna þeir mikilu magni smáskordýra og lirfa. Þörfin fyrir sykur sem næringu veldur að þeir sækja í sæta matvöru sem manneskjur éta: ávexti, sultur, saft og önnur sætindi.

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Þúsundir maura á Íslandi“. RÚV (enska). 18. júlí 2020. Sótt 19. júlí 2020.
  2. „Wayback Machine“ (PDF). web.archive.org. 12. nóvember 2014. Sótt 19. júlí 2020.
  3. Blökkumaur NÍ. Skoðað 19. júlí 2020.
  4. Klotz, John H. (2008). Urban Ants of North America and Europe: Identification, Biology, and Management. Cornell University Press. bls. 39–44. ISBN 978-0801474736.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.