Marseille
Marseille er næst stærsta borg Frakklands með rúmlega 870 þúsund íbúa (2020) og 1,9 á stórborgarsvæðinu. Marseille er í Provence-Alpes-Côte d'Azur-héraði, liggur að Miðjarðarhafinu og er stærsta hafnarborg Frakklands. Aðalgata Marseille er breiðgatan La Canebiere, í borginni finnast fiskimarkaðir og gömul virki.
Söguágrip
[breyta | breyta frumkóða]Marseille er gömul borg, hún var stofnuð um 600 f.Kr. af Grikkjum frá Fókaju (í Tyrklandi) og var þá nefnd Massalía á latínu. Massalía náði fljótt íbúafjölda 1000 manna.
Á 4. öld f.Kr. gerði Pýþeas út bát sinn frá Massalíu og sigldi vítt og breitt um úthöfin. Sagan segir m.a. að hann hafi fundið land í norðri er hann nefndi Thule og gæti hafa verið Ísland.
Massalíubúar gengu í bandalag, sem sjálfstætt borgríki, við Rómverja til að verjast ágengni Etrúra, Fönikíumanna og Kelta. Eftir að Júlíus Caesar komst til valda gengu Massalíubúar til liðs við Pompeius herhöfðingja og eftir að hafa barist í sjóorrustu og í umsátri um borgina töpuðu menn Pompeiusar borgarastríðinu í Róm 49 f.Kr. og Massalía missti sjálfstæði sitt.
Undir Rómverjum varð Marseille iðandi verslunarborg allt fram að því þegar fór að halla undir fæti Rómarveldis. Marseille varð ekki velmegandi verslunarborg á ný fyrr á upp úr 10. öld. Plágan mikla barst til borgarinnar 1347 og varð mannfall mikið, 50-90 þúsund. Enn varð borgin fyrir miklum skakkaföllum þegar Aragonar réðust á hana og rændu 1423.
Upp úr miðri 15. öld bætti René I af Napólí, hertogi í Provence, úr varnarvirkjum borgarinnar. Stuttu síðar varð Marseille formlega hluti af ríki Frakka. Marseille sendi 500 borgarbúa til þess að taka þátt í frönsku byltingunni 1792. Eftir franska heimsveldið breiddi úr sér og iðnvæðingin jók framleiðslu á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar jókst flæði umferðar og varnings um borgina. Marseille varð mikilvægur hlekkur til Alsír, Marokkó, Túnis og fleiri nýlendna á þeim tíma.
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Íþróttir
[breyta | breyta frumkóða]- Olympique de Marseille - Knattspyrna
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Opinber heimasíða
- Opinber heimasíða ferðamanna Geymt 13 febrúar 2007 í Wayback Machine
- Marseille; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1999