1700
Útlit
(Endurbeint frá MDCC)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1700 (MDCC í rómverskum tölum) var 100. og síðasta ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en hlaupár sem hófst á mánudegi samkvæmt júlíanska tímatalinu sem var ellefu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Flest ríki mótmælenda í Evrópu tóku upp gregoríska tímatalið.
- 27. febrúar - Eyjan Nýja-Bretland var uppgötvuð.
- 1. mars - Þýskaland og Dansk-norska ríkið tóku upp gregoríska tímatalið.
- 8. mars - Tugir fiskibáta fórust og drukknaði hátt í annað hundrað manns, flestir við Reykjanesskaga.
- 11. apríl - Hvergi var messað á landinu þó páskadagur væri vegna mikillar snjókomu á norðan. Veturinn var því kallaður páskavetur.
- Apríl - Margar byggingar í Gondar í Eþíópíu eyðilögðust í eldi.
- 29. júní - Friðriki 4. konungi voru unnir trúnaðareiðar á Alþingi.
- 20. nóvember - Svíar unnu sigur á Rússum í orrustunni við Narva í Eistlandi.
- 23. nóvember - Giovanni Francesco Albani varð Klemens 11. páfi.
- 28. nóvember - Nýi stíll, gregoríska tímatalið, gekk í gildi á Íslandi. Til leiðréttingar voru 11 dagar klipptir úr árinu þannig að 28. nóvember kom í stað 17. nóvember.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Norðurlandaófriðurinn mikli hófst og stóð til 1721.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 2. febrúar - Johann Christoph Gottsched, þýskur rithöfundur (d. 1766).
- 8. febrúar - Daniel Bernoulli, svissneskur eðlis- og stærðfræðingur (d. 1782).
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Æri Tobbi (Þorbjörn Þórðarson), íslenskt skáld.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 12. maí - John Dryden, enskt leikskáld (f. 1631).
- 23. maí - Jens Juel, danskur stjórnmálamaður (f. 1631).
- 15. september - André Le Nôtre, franskur landslagsarkitekt (f. 1613).
- 27. september - Innósentíus 12. páfi (f. 1615).
- 1. nóvember - Karl 2. Spánarkonungur (f. 1661).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Andrés Þórðarson úr Borgarfirði, 60 ára, hengdur á Alþingi fyrir þjófnað.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.