Páskadagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
„Kristur upprisinn“, málverk eftir pólska málarann Szymon Czechowicz, málað um 1758

Páskadagur (latína: Dominica Resurrectionis Domini) er sunnudagur í páskum, en páskar eru haldnir fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir vorjafndægur.

Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.

Varast ber að rugla páskadeginum saman við pálmasunnudag (dominica de palmis) sem er næsti sunnudagur fyrir páska og er helgidagur í minningu innreiðar Jesús í Jerúsalem. Páskadagur er stundum kallaður páskasunnudagur af misgáningi, en á íslensku er löng hefð fyrir því að tala eingöngu um páskadag.

Annar í páskum[breyta | breyta frumkóða]

Annar í páskum, mánudagurinn eftir páskadag, er á Íslandi helgi- og frídagur. Áður fyrr var páskadagur nefndur fyrsti páskadagur og annar í páskum annar páskadagur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]


breyta Kristnar hátíðir

Aðventa | Jól | Pálmasunnudagur | Dymbilvika | Páskar | Uppstigningardagur | Hvítasunnudagur | Allraheilagramessa