1405
Útlit
(Endurbeint frá MCDV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1405 (MCDV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir giftist Þorleifi Árnasyni sýslumanni og var brúðkaupsveisla þeirra haldin í Viðey.
- Narfi Sveinsson lét af lögmannsembætti, sigldi utan með Vilchin Skálholtsbiskupi, Birni Jórsalafara og Solveigu konu hans. Narfi, Solveig og Björn fóru í suðurgöngu en Vilchin lést í Noregi síðar sama ár.
- Hrafn Guðmundsson varð lögmaður norðan og vestan (líklega).
- Bjarni Andrésson var vígður ábóti í Viðey.
- Jón Hallfreðarson varð ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Margrét drottning og Eiríkur af Pommern reyndu að styrkja efnahag ríkisins með myntbreytingu.
- Tsjeng He hélt af stað í sinn fyrsta könnunarleiðangur.
- Eiríkur af Pommern giftist ensku konungsdótturinni Filippu.
- Albrekt af Mecklenburg sagði formlega af sér sem konungur Svíþjóðar en hann hafði verið settur af 1389.
- Feneysk-franska skáldkonan Christine de Pizan skrifaði bókina Le Livre de la Cité des Dames (Bókina um kvennaborgina), sem talin er eit allra fyrsta femíníska bókmenntaverkið.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 6. mars - Jóhann 2., konungur Kastilíu (d. 1454).
- 6. maí - Skanderbeg eða Georg Kastrioti, þjóðhetja Albana (d. 1468).
- 18. október - Píus III páfi (Enea Silvio Piccolomini) (d. 1464).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- Tímúr Lenk eða Timur-i lang, túrkmenskur herstjóri (f. 1336).
- Vilchin Hinriksson Skálholtsbiskup.