Fara í innihald

Jón Hallfreðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Hallfreðarson (d. 1422) var munkur og ábóti í Þykkvabæjarklaustri frá 1405. Næsti ábóti á undan honum, Runólfur Magnússon, dó í Svarta dauða ásamt helmingi munkanna í klaustrinu. Þess hefur verið getið til að hann hafi verið norskur eða danskur og komið til landsins með Vilkin Skálholtsbiskupi.

Jón sigldi til Noregs 1405 með Vilkin biskupi og Birni Jórsalafara og var vígður ábóti í þeirri ferð en Vilkin dó í Björgvin. Jón sneri hinsvegar aftur og reisti Þykkvabæjarklaustur við eftir pláguna. Hann var valdamikill og var að minnsta kosti einu sinni officialis í Hólabiskupsdæmi. Hann sigldi líka oftar en einu sinni til útlanda á ábótatíð sinni.

Árið 1422 hafði hann verið erlendis og sigldi til Íslands með hirðstjórunum Hannesi Pálssyni og Balthazar van Damme. Þeir fóru á land í Vestmannaeyjum en Jón ábóti ákvað að sigla áfram með skipinu, sem átti að lenda í Þerneyjarsundi. En til þess spurðist aldrei meir og hefur það farist á leið þangað. Eftirmaður Jóns var Jón Þorfinnsson.

  • „„Þykkvabæjarklaustur". Sunnudagsblaðið, 15. maí 1966“.
  • „„Þykkvabæjarklaustur (Klaustur í Veri)". Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.