Fara í innihald

Narfi Sveinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Narfi Sveinsson var íslenskur lögmaður á 14. og 15. öld. Ætt hans er óþekkt en ekki ólíklegt að hann hafi verið skyldur Skarðverjum og Kolbeinsstaðamönnum.

Í annálum segir að árið 1387 hafi komið út þeir Eiríkur Guðmundsson með hirðstjórn og Narfi Sveinsson með lögsögn yfir hálft land, skipaðir af Ögmundi Finnssyni dróttseta „og þótti það nýlunda“. Er hugsanlegt að þar sé átt við að Ögmundur, sem þá stýrði Noregi fyrir hönd hins barnunga Ólafs konungs, hafi undirritað bréfin fyrir sína eigin hönd en ekki fyrir hönd konungs. Landsmenn snerust öfugir við Eiríki hirðstjóra og var hann drepinn árið eftir en öðru máli virðist hafa gegnt með Narfa, sem gegndi lögmannsembætti sunnan og austan allt til 1405.

Narfi var í Dölum og á Snæfellsnesi fyrst eftir embættistökuna, bjó síðar á Melum í Melasveit og seinast í Saurbæ á Kjalarnesi. Sama ár og hann lét af lögsögn sigldi hann utan með Vilchin Skálholtsbiskupi og Birni Jórsalafara og fór síðan í suðurgöngu. Kona hans er óþekkt en synir hans voru Jón umboðsmaður, faðir Narfa Jónssonar, fyrsta príors á Skriðuklaustri og Guðmundur prestur á Gilsbakka og Hrepphólum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Björn Þorbjarnarson
Lögmaður sunnan og austan
(13871405)
Eftirmaður:
Oddur Þórðarson leppur