1261
Útlit
(Endurbeint frá MCCLXI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1261 (MCCLXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Hallvarður gullskór kynnti málstað Noregskonungs fyrir Íslendingum.
Fædd
Dáin
- Loftur biskupssonur Pálsson, síðast kanúki í klaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 25. júlí - Sveitir frá Níkeu náðu Konstantínópel á sitt vald og endurreistu Býsansríkið.
- 28. júlí - Eiríkur klipping Danakonungur og móðir hans, Margrét Sambiria, töpuðu í bardaga við Eirík hertoga af Slésvík og bandamenn hans og voru handtekin og höfð í haldi í Hamborg um skeið.
- 15. ágúst - Mikael 8. Palaeologus var krýndur Býsanskeisari í Konstantínópel. Ætt hans stýrði ríkinu allt til endaloka 1453.
- 4. september - Úrbanus IV (Giacomo Pantaléon) varð páfi.
- Hákon gamli lét nema Ingibjörgu Eiríksdóttur á brott úr klaustri í Danmörku og gifti hana Magnúsi lagabæti syni sínum.
- Grænland gekk Hákoni gamla á hönd.
- Mechthilde af Holtsetalandi, áður drottning Danmerkur, giftist Birgi jarli, ríkisstjóra Svíþjóðar.
Fædd
- 11. febrúar - Ottó 3., hertogi af Bæjaralandi (d. 1312).
- 28. febrúar - Margrét af Skotlandi, drottning Noregs, fyrri kona Eiríks prestahatara (d. 1283).
- 9. október - Dinis, konungur Portúgals (d. 1325).
Dáin
- 25. maí - Alexander IV páfi.
- 9. nóvember - Sanchia af Provence, drottning Þýskalands.