1319
Útlit
(Endurbeint frá MCCCXIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1319 (MCCCXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Hafísvetur mikill. Ísinn rak suður fyrir land og vestur á móts við Síðu. Þrettán hvalir fórust í einni vök undan Litlahéraði (Öræfasveit).
- Í skjali sem skrifað var þetta ár er tekið fram að Íslendingar vilja ekki að korn verði flutt út frá landinu þegar hallæri ríkir þar.
- Erlendur Hauksson varð lögmaður norðan og vestan. Hann virðist þó aðeins hafa gegnt embættinu í eitt ár.
- Grímur Þorsteinsson varð lögmaður sunnan og austan.
- Katli Þorlákssyni hirðstjóra, Snorra Narfasyni lögmanni og fleiri höfðingjum stefnt á konungsfund vegna deilna við Auðun rauða Hólabiskup.
Fædd
Dáin
- Hafliði Steinsson prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi og um tíma hirðprestur Eiríks konungs prestahatara.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Magnús Eiríksson smek tók við völdum í Noregi og sameinaði þar með Noreg og Svíþjóð undir einum konungi. Hann var þá þriggja ára.
Fædd
- 16. apríl - Jóhann 2. Frakkakonungur (d. 1364).
- Murat I Tyrkjasoldán (d. 1389).
Dáin
- 8. maí - Hákon háleggur Noregskonungur (f. 1270).
- Apríl eða ágúst - Ingibjörg Magnúsdóttir, drottning Danmerkur, kona Eiríks menved (f. 1277).
- 13. nóvember - Eiríkur menved Danakonungur (f. 1274).
- Duccio di Buoninsegna, ítalskur listmálari (f. 1255).